Fyrir nokkru fór ég út í bókabúð og skipti bók fyrir Hringadróttinsspilið. Þegar ég kom heim fór ég að lesa reglurnar ásamt vini mínum sem vildi strax fara í það þótt við kunnum ekkert í því. Við byrjuðum í spilinu og spiluðum það kolvitlaust, en eftir nokkur skipti náðum við þessu.
Í þessu spili eru fjögur spilaborð; Moría, Hjálmsdýpi, Skellubæli (Shelob´s Lair) og Mordor. Í hverju spilaborði eru spil sem tengjast staðnum, staðarspil. Þau getur maður fengið með því að fara á þann reit sem það er eða í atburði sem maður þarf að fara á.
Spilið er fyrir 2-5 leikmenn; Fróða, Sóma, Pípinn, Kát og Kepp allir með sinn hæfileika.
Einnig er hægt að fá viðbætur fyrir spilið; Friends and Foes þar sem hægt er að bæta við kvikindum sem maður fær stig fyrir að drepa og einnig eru tvö ný spilaborð, Brý og Ísangerði. Ég mæli svo sannarlega með þeirri viðbót. Síðan er líka hægt að fá sér Sauron viðbótina þar sem einn leikmaður tekur að sér hlutverk Saurons og berst gegn hobbitunum með hjálp eins Nazgúls riddara.