Ég var fyrir stuttu að lesa The Hobbit eða Hobbitinn á íslensku (vegna þess að ég las hana á íslansku:).
Aldrei grunaði mig það að ég myndi klára bókina á þrem dögum!!!
Bókin var 299 blaðsíður(eftir námundunina væri hún 300 síður!) og það þýðir bara það að ég las 100 síður á dag!! ég er kannski bara svo stoltur vegna þess að ég er alls ekki svona bókamanneskja,- hef varla lesið yfir fimm bækur á ævi minni nema ég hafi neyddur til þess að lesa (skólinn og svona,- og þá kláraði ég ekki einu sinni bækurnar). Ég ætla án vafa að lesa framhaldsbækurnar þó svo að ég sé búinn að sjá myndirnar,- stefni sömuleiðis að Silmarillion-ninu (á ensku).

Það liggur þó ennþá býsna óljóst fyrir mér hve margar bækur eru til (ég veit að þær eru MARGAR) og í hvernig röðum er best að lesa þær svo marr fái sem bestan skilning á heimi Tolkiens….
Guð elskar þig,- en Djöfullin elskar þig meira