Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal

Þetta er önnur myndin í þríleiknum um Hringadróttinssögu sem J.R.R. Tolkien skrifaði og Peter Jackson færði yfir á hvíta tjaldið.Mér finnst mér hún ekkert síðri en fyrri myndin, föruneyti hringsins, Fróði og Sómi halda áfram ferð sinni í átt að dómsdyngja til eyðileggja hringinn og hafa þeir tekið Gollum sem fanga, Hringurinn er að ná enn meiri tökum yfir Fróða. Pípinn, Kátur, Gimli, Aragorn og Legolas eru að safna bandmönnum og er Sarúmon að safna her til þess að tortíma öllum sem á vegi honum verði og verður rosalega langur og góður slagur í enda myndarinnar í Hjálmsdýpi, milli orka Sarúmans eða öðru nafni Úruk-hai og manna, álfa og eins dvergs eða Gimla. Þetta er jafnt spennu- sem og gamanmynd og er Gimli notaður sem aðhlátursefni í myndinni einnig er Gollum líka mjög fyndin í myndinni en hann er leikinn af Andy Serkis, hún er rosalega góð og vel gerð mynd og hlakkar mér mikið til þess að sjá síðustu myndina, Hilmir Snýr aftur, en hún verður frumsýnd hér á landi um næstu jól. Ég mundi gefa henni 9.5 á skalanum 0-10 og mæli ég með því að allir fari að sjá þessa mynd. Með aðalhlutverk fara: Elijah Wood sem Fróði, Sean Astin sem Sómi, Dominic Monaghan sem Kátur, Billy Boyd sem Pípinn, Ian McKellen sem Gandálfur, Viggo Mortensen sem Aragorn, John Rhys-Davies sem Gimli, Orlando Bloom sem Legolas, Liv Tyler sem Arwen, Cate Blanchett sem Galadríel, David Wenham sem Faramír. Emiliana Torrini fer með titillagið, Gollum’song.


Hvernig fannst ykkur þessi grein?
kv. Arnór