Ég var nú í haust að byrja í 8 bekk, ég er kannski minni en þið haldið, nema hvað að það er málmsmíði þar í skólanum.
Það fyrsta sem maður átti að gera er það að gera eitthvað leiðinlegt verkefni þar, búa til kertastjaka :( en ég hafði alltaf hugann á því að búa til hring.

Svona fór ég að:

Ég byrjaði á því að taka eina messing plötu og sagaði í mjóa plötu, og beygði hann síðan og bræddi saman og rétti hann út í hringlaga form. og svo fór ég að slípa hann og soldið eftir það fór ég að taka eftir að hann er of mjór, heldur er í Lordinum, (Myndinni)
Þannig að sá hringur var kraminn og ég byrjaði á nýjum hring.
Það sem ég hafði í huga núna er að bræða sama tvöfalt lag af messing saman og vinna útfrá því.
Kennarinn leist nú ekkert á þetta, og átti helvíti erfitt með að beygja hann. Hann var orðinn svo þykkur.
en svo að lokum tókst það og hann var bræddur saman, og gerður hringlaga og raspaður til að gera hann kjúptann það tók heillangan tíma og síðan slípaði ég hann vel og núna er hann glansandi og fínn.
Ég þurfti að byrja 3 sinnum uppá nýtt því að ég er mjög smámunasamur.
Hann lítur helvíti vel út, og næstum alveg eins og er í myndinni.
Ég er helvíti ánægður með hann, en eini gallinn við hann er sá að samskeytin milli þessara tveggja messinglaga er silfurlitaður :/
En þetta er mjög sniðug hugmynd til þess að búa til hring, og er flott að hafa hann.

Mæli með að fólk búi svona til :)
Ég á ekki mynd af honum, en ég á væntalega eftir að senda inn mynd af honum.

Tanke
Flipskate.