Ég veit ekki hvort einhver ykkar kannast við spunaspil. Það eru semsagt spil þar sem að þið takið ykkur hlutverk persónu og einn sögumaður spinnur upp sögu í kryngum persónurnar í hópnum. Það eru svo flóknar reglur um það hvað er hægt að gera og hvað hver persóna getur gert.

Nýlega var gefið út The Lord of the rings roleplaying game. Spunaspilskerfi sem að er bygt upp á bókunum og myndunum. Í þessu kerfi geta spilarar tekið sér hlutverk álfs, dvergs, manns eða hobbita og spilað æfintíri í Middle Earth.

Helgina 9-10 nóvember er haldið spunaspilsmót. Ég er með pælingar í gangi um að stjórna The lord of the Rings kerfinu á sunnudeginum. Spilar munu taka sér hlutverk persóna á fyrstu öldinni. Æfintírð sem að þeir lenda í mun líklega vera spunnið í kringum Dagor Bragollach eða the battle of sudden flame.

Ég ákvað að senda þetta inn á þetta áhugamál frekar en spunaspil þar sem að ég vi frekar fá fólk sem að þekkir heim tolkiens heldur en reynda spilara. Þó svo að það saki auðvitað ekki að hafa reynslu af spunaspilum. Annars verð ég tiltörlega byrjendavænn. Ég mun líka mjög líklega setja 16 ára aldurstakmark á grúpunna og takmarka fjölda spilara við 5.

Ef að það er einhver áhugi fyrir þessu þá endilega látið mig vita. Frekari upplýsingar um spilamótið eru á Spunaspil áhugamálinu.

By the way þá er ég ekki ennþá búinn að skrá mig sem stjórnanda, þetta eru bara pælingar ennþá og eg ábyrgist ekkert.<br><br>Lacho calad, drego morn!
Lacho calad, drego morn!