Ég var áðan að fletta í gegnum gömul blöð og rakst á Undirtóna frá því í fyrra. Í 51. tbl Undirtóna árið 2001 (rétt áður en FOTR kom út) var einkaviðtal við Peter Jackson sem blaðamaður Undirtóna tók.
Peter Jackson segir að Íslendingar eigi einhvern þátt í ævintýrum Tolkiens og hann er spurður um hvort honum hafi komið til hugar að taka upp myndirnar á Íslandi og hann svarar því að hann hafi aldrei komið til Íslands og það sé svo langt í burtu.

Ég nenni ekki að pikka inn allt viðtalið og www.undirtonar.is virkar ekki, þannig ef þið hafið ekki séð þetta viðtal þá er um að gera að leita að gömlum Undirtónablöðum þó þið hafið eflaust lesið hundrað viðtöl við Peter Jackson og félaga! ;)