Allir sjá og vita að lord of the rings er sjúklega flott mynd og hefur þess vegna kostað dágóðan skylding. Þess vegna hfaði Peter Jackson ekki mikið af peningum eftir þegar kom til leikara.
Sjálfum finnst mér þetta ganga fínt en þó eru sumir hlutir sem að passa bara alls ekki.
Eins og til dæmis Fróði(leikinn af Elijah Wood).Hann er var mjög góður í fyrstu myndinni en ég get ekki beint séð hann fyrir mér lenda í þeim hlutum sem að koma fyrir hann í bókunum.
Svo er það Elrond. Þetta fannst mér engan veginn passa. Erond átti að vera fallegur ekki eins og froskur með sítt hár. Hann birtist kannski ekki mikið í myndinni en er samt mjög mikilvægur svo mér finnst að þeir hafi átt að finn kannski einhvern sem lítur ekki út eins og karta.
En svo eru það þeir sem að mér finnst passa best inn í myndina.
Gandalfur er örugglega sá leikari sem að ég er sáttastur við því hann er bara alveg eins og maður ímyndaði sér lifandi eftirmynd hugans. Svo leikur hann líka vel(Hann átti sko að fá óskarinn).
Svo er það Gimli og Sómi sem mér finnst líka passa nokkuð vel þó þetta sé enginn súperleikur hjá þeim en náði samt tökum á manni.
En þótt að það sé eitthvað aðeins að leikurunum er sjálf myndinn búningar og leikmunir alveg 100% snilld.


Endilega segið mér ef það er mikið af stafsetningar villum

PS:ekki vera með skítkast vegna þessara persónulegu skoðana