Mig langaði að skrifa stutta grein um álfinn Glorfindel til þess að minna ykkur á að mynirnar eru bara meðal góð eftirgerð af bókunum þar sem að mörgum flottum og góðum persónum er slept.

Það koma fyrir tveir Noldor álfar með nafnið Glorfindel í verkum Tolkiens. Báðir voru mikklar hetjur og höfðu gullið hár en nafnið Glorfindel þýðir einmitt Gold-hair.

Glorfindel I kemur fram í Silmarillion :

Glorfindel I, chief of the House of the Golden Flower of Gondolin var semsagt uppi á fyrstu öldinni. Hann var með gullið hár og var líklega af ætt Fingolfins og Finarfins sem að höfðu Vanyar blóð frá Indris. Annars voru Noldor álfar yfirleitt dökkærðir Hann barðist í Nirneth Arnoediad árið FA 473 þar sem að hann leiddi vinstri væng árásarherrs Gondolin. Hann fylgdi líka Tuor, Idril Celebrindal, syni þeirra Eärendil og fámennu föruneiti þeirra þegar að Morgoth réðist á hina mikklu borg Gondolin árið FA 511 og þau flúðu í gegnum leynileg göng upp til fjallanna. Í fjöllunum þurftu þau að fara eftir mjóum stíg sem var kallaður Cirith Thoronath (Eagles Cleft). Þar sátu fyrir þeim orkar og balrogur.

“Many are the songs that have been sung of the duel of Glorfindel with the Balrog upon a pinnacle of rock in that high place; and both fell to ruin in the abyss.”

Já Glorfindel I barðist við balrog. Ekki margir sem geta það! Allavega hann dó en Tuor og félagar börðust við orkana og var bjargað á síðustu stundu af konungi arnanna Thorondor. Eftir orrustuna bar Thorondor lík Glorfindels upp úr dýpinu (abyss) og hann var grafinn við veginn og gul blóm uxu á leiði hans.

Glorfindel II kemur farm í LOTR:

“Suddenly into view below came a white horse, gleaming in the shadows, running swiftly. In the dusk its headstall flickered and flashed, as if it were studded with gems like living stars. The rider’s cloak streamed behind him, and his hood was thrown back; his golden hair flowed shimmering in the wind of his speed.”

Glorfindel II var uppi á þriðju öldinni. Hans er fyrst getið í the battle of Fornost árið TA 1975. Fornost Erain var önnur höfuðborg ríkisins Arnor og þar bjó the wich-king, konungur sem hafði verið spillt af vali Saurons og hringnum hanns. The wich-king of Angmar var sigraður í þessari orrustu og her hanns þurkaður út en hann sjálfur lifði af og flúði, líklega til Mordor. Herinn sendur frá Rivendell var aðeins lítill og Glorfindel leiddi þá. Meginherinn var leiddur af Círdan og Eärnur of Gondor. Það er sagt að hobbitar frá the Shire hafi sent nokkra bogamenn í orrustuna. Eftir þessa orrustu mælti Glorfindel þau orð að the wich-king yrði ekki drepinn af neinum manni. Þessi orð reyndust vera nokkuð sannspá þar sem að hann var drepinn af konu fyrir rest.
Á tímum hringastríðsins TA 3018 var Glorfindel hæst setti álfurinn í hirð Elronds og einn af fáum sem að var treyst til þess að ríða á móti hringvofum í leit að hobbitanum Frodo og félögum hanns. Hann barðist einn við þrjár hringvofur við brúnna yfir Mitheithel og hringvofurnar flúðu undan honum. Hann fann Frodo og Aragorn og hina hobbitana á undan hringvofunum og það var hestur hanns Asfaloth sem að bar Frodo yfir the ford of Bruinen. Asfaloth var skjannahvítur og gat hlaupið hraðar en jafnvel svartir gæðingar hringvofanna, þeim hestum var líklega stolið frá Rohan. Hann lét engann falla af baki sem að Glorfindel bað hann að bera.

Það eru mörg deilumál í gangi meðal aðdáenda Tolkiens, Tom Bombadil og það hvort Balrogar hafi vængi eru klassísk deilumál. Það eru einnig mjög skipptar skoðannir um tengsl milli þessara tveggja álfa. Af glósum Tolkiens má ráða það að þegar að LOTR var skrifuð þá ætlaði Tolkien ekki að hafa nein tengsl á milli þeirra. Árið áður en hann dó skrifaði hann hinsvegar litla ritgerð sem að birt var síðar af Cristopher Tolkien í The People of Middle-Earth. Í þeirri ritgerð kemur fram að Glorfindel I hafi verið sendur aftur til Middle-Earth af the Valar eftir að hann dó. Hann endurfæddist og kom aftur annaðhvort um miðja aðra öldina eða þá að hann fylgdi the Istari og kom með þeim. Sumir hafa þó sagt að þessi ritgerð sé léleg tilraun til þess að tengja saman óskyldar persónur og að Tolkien hafi aldrey ætlað að birta hana.

Þið afsakið vonandi stafsetningarvillur og enskuslettur og endilega bendið mér á það sem að mér hefur yfirsést.
Rawn
Lacho calad, drego morn!