Seinni hluti:
Balrogin í Moiru talar ekki, né lætur hann frá sér orð. Tolkien var illa við tilraun bandarísks kvikmyndaframleiðanda við að gera teiknimynd eftir LOTR og var þetta m.a. það sem honum þótti ekki nógu gott sjá tilvitnun(4). Á hinn bóginn segir í bókinni að Balroginn hafi rekið upp mikið öskur þegar hann fellur niður, þannig að balrogarnir gátu a.m.k. gefið frá sér hljóð, það er þó alveg hugsanlegt að þeir hafi getað talað en balroginn í Moiru hafi hann ekki haft neitt við Föruneytið að tala, heldur bara ætlað sér að ganga hreint til verks, en það eru bara getgátur.
Ekki er ljóst hvort balrogarnir hafi getað flogið. Þó er margt sem að bendir til þess að svo sé ekki. Eins og kom fram í fyrri greininni var balroginn umlukinn skuggum sem að tóku á sig vængjaform frekar en að hann hafi haft líkamlega vængi. Í tilvitnun(5) segir að Morgoth hafi sent fram hraunflóð sem streymdi(hljóp) fram hraðar en balrogarnir hlupu, ennfremur kemur fram að fyrir hraunflóðinu fór Glaurung faðir drekana og á eftir fylgdu balrogarnir. Þetta hvort tveggja bendir til þess að þeir hafi ekki getað flogið þar sem að Glaurung get heldur ekki flogið.
Verk balroganna eru bæði mikil og skelfileg þeirra verk var að drepa marga af æðstu kóngum álfanna m.a. Feanor, Fingon, Ecthelion og Glorfindel). Balroginn í Moriu drepur Durin VI og aðra dverga. Ljóst er að þeir eiga dauða margra mikilvægra einstaklinga á samviskunni.
Vel er hugsanlegt að fleiri balrogar leynist í Miðgarði þar sem að sumir þeirra náðu að fela sig og sluppu frá reiði Valana sjá tilvitnun(6).
Balrogarnir báru nöfn og er þekkt nafn þess helsta það var Gothmog, foringi Angband sem bar ábyrgð á dauða margra sem taldir voru upp áðan.
Fleiri samheiti voru til yfir balroga á Quenya voru þeir nefndir valarauko, “Demon of Might”. Dvergarnir nefndu þá einfaldlega Durins Bane vegna þess að Durin IV féll fyrir balrog. Gandalf nefnir hann Flame of Udun sem hugsanlega má þýða sem þjónn Morgoth.
Balrogarnir eru miklar skepnur og fara með stór hlutverk í verkum Tolkiens. Í LOTR gegna þeir stuttu en þýðingarmiklu hlutverki. Eins og áður sagði eru þessi grein byggð að miklu leiti á
http://www.users.cts.com/king/e/erikt/tolkien/balrogs .htm. Þeir sem vilja vita meira geta skoðað þessa síðu
http://www.users.cts.com/king/e/erikt/tolkien/me_lore .htm hún inniheldur ýmsan fróðleik um Tolkien og verk hans sem eru að miklu leiti byggð á bókinni “The Letters of JRR Tolkien.
Þakka Lesturinn.
Indriði.

Tilvitnanir:
Bréf til Forrest J. Ackerman Júní 1958
(4)”The Balrog never speaks or makes any vocal sound at all. Above all he does not laugh or sneer…“

The Silmarillion
(5)”Then suddenly Morgoth sent forth great rivers of flame that ran down swifter than Balrogs from Thangorodrim, and poured over all the plain…In the front of that fire came Glaurung the golden, father of dragons, in his full might; and in his train were Balrogs, and behind them came the black armies of the Orcs in multitudes such as the Noldor had never seen or imagined.“

(6)”The Balrogs were destroyed, save some few that fled and hid themselves in caverns inaccessible at the roots of the earth…"