Eins og kannski margir vita er balrog ódauðleg vera í heimi Tolkiens. Balrogar eru upprunalega Maia(sem eins og margoft hefur komið fram eru undirguðir hjá aðalköllunum sem eru Vala), balrogarnir þjónuðu Morgoth sem gabbbaði þá í þjónustu sína með lygum og svikulum gjöfum.
Balrogar höfðu skelfilega ásjónu. Þeir voru eins og stór skuggi sem erfitt var að gera sér nákvæmlega grein fyrir hvernig leit út í miðjum skugganum var dökk mennsk lögun sem þó var stærrien maður (þetta bendir hugsanlega til þess að stærð balrogsins sé ýkt í myndinn en það er þó ekki rétt að leggja dóm á það hér). Um þá lék kraftur sem boðaði kraft og skelfingu. Makki þeirra sem hlýtur að hafa verið myndaður úr dökkum skugga innihélt loga og blossa af og til, eldtungur skutust úr nösum hans. Balroginn sem Föruneytið tekst á við hélt á Logandi sverði í annarri hendi og margreima svipu í vinstri. Margir telja að balrogar hafi haft vængi, margt bendir til þess að þeir hafi einmitt ekki endilega haft vængi heldur hugsanlega frekar getað breytt skuggunum sem léku um þá til þess að mynda ákveðin form, eins og kemur fram í tilvitnun(1) hér fyrir neðan segir að skuggarnir hafi teygt sig út EINS og vængi. Tolkien var prófssor í ensku og vandaði mjög val orða sinna, hann hefði líklega ekki valið þessi orð ef balrogarinr hefðu átt að hafa líkamlega vængi.
Eins og gefur að skilja búa þeir yfir miklum kröftum bæði líkamlegum og andlegum og hugsanlega jafnvel göldrum.
Þegar föruneytið rekst á Balroginn við grafhýsi Balins reynir Gandalf að halda hurðinni með göldrum en balroginn notar gagngaldur til að hindra eins og kemur fram í tilvitnun(2), þetta endar á því að hurðinn brotnar í mél. Þessi gagngaldur reynir mjög á Gandalf sem er þó mjög öflugur og bendir það til þess að balrogarnir hafi verið sterkir í þessari deild líka. Balrogarnir voru jafnframt skelfilegir og návist þeirra olli skelfingu ,ótta og uppgjöf. Þetta má m.a. sjá af viðbrögðum Gimla og Legolasar. Legolas dregur ör en lætur hana síðan falla, á eftir fylgir hróp fyllt skelfingu og ótta, Gimli lætur öxina falla og hylur andlit sitt þetta keumr fram í tilvitnun(3). Það að jafnreyndir vígamenn og Gimli og Legolas draga sig í hlé gefur til kynna að þarna sé á ferðinni mikill andstæðingur sem ekki megi vanvirða.
Látum þetta nægja í bili. Ég sendi kannski inn meira ef fólki lýst vel á þetta. Þessi grein er að miklu leiti byggð á þessum hlekk þeir sem vilja lesa meira og nenna ekki að býða eftir að ég skrifi meira geta kíkt á hann http://www.users.cts.com/king/e/erikt/tolkien/balrogs.h tm.

Tilvitnanir:
(1): “Something was coming up behind them. What it was could not be seen: it was like a great shadow, in the middle of which was a dark form, of man-shape maybe, yet greater; and a power and terror seemed to be in it and go before it…Its streaming mane kindled and blazed behind it. In its right hand was a blade like a stabbing tongue of fire; in its left it held a whip of many thongs….His enemy halted again, facing him, and the shadows about it reached out like two vast wings. It raised the whip, and the thongs whined and cracked. Fire came from its nostrils.”

(2):“…I found myself suddenly faced by something that I have not met before. I could think of nothing to do but to try and put a shutting-spell on the door…Then something came into the chamber- I felt it through the door, and the orcs themselves were afraid and fell silent. It laid hold of the iron ring, and then it perceived me and my spell. What it was I cannot guess, but I have never felt such a challenge. The counter-spell was terrible. It nearly broke me. For an instant the door left my control and began to open! I had to speak a word of Command. That proved too great a strain. The door burst in pieces. Something dark as a cloud was blocking out all the light inside, and I was thrown backwards down the stairs.”

(3):“He drew, but his hand fell, and the arrow slipped to the ground. He gave a cry of dismay and fear…But it was not the trolls that had filled the Elf with terror…Gimli stared with wide eyes. ‘Durin’s Bane!' he cried, and letting his axe fall he covered his face.”