Ég hef lengi vel því fyrir mér afhverju það hefur ekki verið gerð þáttaröð um LOTR söguna, þar sem hver kafli væri 1 þáttur. Byrjaði ég að spá í þessu stuttu eftir að ég kláraði bókina í fyrsta skipti og áður en ég vissi að það væri verið að búa til myndirnar. Var ég þá kominn með mínar eigin hugmyndir og var ég að spá í að varpa þeim fram hérna.

<b>Söguþráðurinn<b>
Söguþráðurinn væri í stuttu máli bara bókinn. Ekkert verið að breyta honum stórvægilega.
Eitt af því sem mér fannst reyndar mjög mikilvægt var að bæta við einhvert inskott í byrjun fyrsta þáttarins um það hvernig Bilbó hafi fengið Hringinn og afhverju hann skipti svo miklu, var ekki alveg búinn að spá í hvernig þetta skyldi vera gert.

<b>Leikarar<b>
Ég vildi leggja upp með að hafa alla leikarana breska, eða frá Stóra-Bretlandi. Fannst(og finnst enþá) bara það passa við LOTR að hafa breska ensku ekki bandaríska ensku.

<b>Leikstjóri<b>
George Lucas eða Steven Spielberg voru þeir tveir sem ég hafði efst í huga til að leikstýra þessum þáttum.

<b>Tökustaðir<b>
Skottsku hálendin var mín hugmynd að hafa flesta tökustaðina á, þar er allt sem þar fyrir myndina nema snjóinn sem ætti að vera á Caradras.

—————————————— ———————–
Núverandi humgyndir mínar um þáttaröð:

<b>Söguþráður<b>
Enþá vil ég að bókinni sé fylgt eins vel og hægt er, þar sem þetta yrði þáttaröð væri hægt að hafa hvern kafla 1 þátt, ef kaflinn er langur og afdrifaríkur þá væri hægt að hafa hann 2 skiptan, en stíla upp á að hafa hvern þátt um 1klst.
Hafa bara inganginn á fyrsta þættinum mjög svipaðan og í myndinni(nema þá að það væri hægt að fá marga af sömu leikurunum í sömuhlutverk aftur þá gæti marr notað sama ingang)

<b>Leikarar<b>
Helst væri nú draumur að hafa sömu leikara og léku í myndinni, en ef það gengi ekki þá held ég mig enþá við að hafa alla eða felsta leikarana breska eða frá Stóra-Bretlandi

<b>Leikstjóri<b>
Held nú bara að það komi 1 til greina núna, Peter Jackson, enginn annar, ef hann vill ekki taka þetta að sér þá verður þetta ekki jafn gott og það gæti verið.
Aðrir sem koma til greina; George Lucas(kannski ekki besti rithöfundur samtala, en getur gert undur með tæknibrellum) eða þá Mel Gibson(já núna verða margir gáttaðir, en horfið á Braveheart, hann leikstýrði henni og hún er hrein snilld).

<b>Tökustaðir<b>
Nýja Sjáland, notast við sömu staði og myndina, Hobbiton og stór hluti af The Shire ætti enþá að vera til, Rivendel líkanið er enþá til og öll önnur líkön og Screensets ættu að vera til enþá svo afhverju ekki nýta þau, sparar peninga.

Þetta eru bara mínar pælingar og vona ég að fólk nenni að lesa þetta og commenta á þetta

p.s. já það eru stafsetninga villur í þessu, en plz sleppið að dissa þær

p.s.s. þetta er ekki alveg allar hugmyndirnar mínar, var með fleiri hugmyndir þegar ég byrjaði að skrifa þetta en þær einvhernveginn fóru út úr hausnum á mér, koma kannski síða