Stofnun Sigurðar Nordals og Norræna húsið gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Hringadróttins sögu eftir J.R.R. Tolkien og tengsl hennar við norrænan menningararf í tilefni af því að gerðar hafa verið þrjár kvikmyndir eftir sögunni. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík, dagana 13. - 14. september, 2002.


Viðfangsefni ráðstefnunnar verða:

a) Hringadróttins saga og helstu mýtur hennar
b) tengsl hennar við norrænan menningararf
c) samanburður á úrvinnslu Tolkiens og Nóbelsverðlaunahafanna Halldórs Laxness og Sigrid Undset á þessum arfi
d) skírskotun verka þeirra til ritunartímans
e) siðfræði skáldverkanna.

Meðal fyrirlesara verða: Tom Shippey, Andrew Wawn, Lars Huldén, Liv Bliksrud, Olav Solberg, Terry Gunnell, Matthew Welpton, Anna Heiða Pálsdóttir, Ármann Jakobsson, Jón Karl Helgason, Helga Kress, Eiríkur Guðmundsson og Gunnhild Kværness.

Kynning á margmiðlunarefninu Europe of Tales

Ráðstefnugjald er 1.500 kr. Innifalið í gjaldinu eru ráðstefnugögn og kaffi á ráðstefnustað. Þátttökugjald fyrir skráða stúdenta er 500 kr.

Síðdegis 13. september gefst þátttakendum kostur á að fara í ferð að Reykholti í Borgarfirði. Ferðin kostar 3.500 kr. Kvöldverður er innifalinn.

Þátttöku í ráðstefnunni og ferðinni þarf að tilkynna fyrir 31. ágúst, 2002.

Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Stofnunar Sigurðar Nordals og á heimasíðu hennar: http://www.nordals.hi.is
—————–
Þetta er tekið af þessari heimasíðu.

Öllum er leyfður aðgangur á þessa ráðstefnu og finnst mér þetta nokkuð athyglisvert og ætla ég kannski að reyna að komast þangað.

Bara svona að láta ykkur vita af þessu, þó að þetta komi nokkuð seint því að umsókn um að taka þátt verður að vera send fyrir 31. ágúst. Ég hefði sent þetta fyrr en bara vissi ekki af þessu.

Wasted