Mér hefur þótt miður að sjá að eftir að myndin farsæla var sýnd hér á landi hafa allir farið að tala um Hringadróttinssögu á ensku.
Til dæmis má nefna að í greininni um Trjáskegg kallaði 80% lesenda hann Treebeard. Þetta finnst mér leiðinlegt að sjá þar sem að við Íslendingar höfum ógurlega fallega útgáfu af sögunni á íslensku sem að er undursamlega þýdd á allan hátt og falleg nöfn sem hafa komið fyrir í þeirri þýðingu. Reyndar á ég líka Hringadróttinssögu á Quenyu en það er annað mál.

Það væri gaman ef að fólk myndi taka sig á og nota hin íslensku heiti á hlutunum. Sjálfur segi ég Hringadróttinssaga þegar ég á við bækurnar en Lord Of The Rings þegar átt er við myndina.

Roggi