Ég er kannski ekki jafn fróður um hugarheim Tolkiens eins og margir sem hafa verið að skrifa hérna og þetta er því kannski auðvellt eða að einhverju leiti vitlaust en ég er bara áhugamaður svo ekki ber að taka þetta alvarlega. Well anyway ég hafði lesið gátur um persónur úr bókum Tolkiens og eru hérna því nokkrar. Ykkur er velkomið að svara og mun ég koma með rétt svör til baka. Einnig er ykkur velkomið að koma með eigin gátur.


1.
Traustur vinur hann var,
viljasterkur og knár.
Herrann sinn hann lengi bar
sama hve hann reyndist lár.


2.
Dúrði hann í helli,
drap drísla marga.
Hræddur var hann á velli
vildi hringnum bjarga.


3.
Í þessari eru það tveir
sem treystu ei hinum
því ólíkir voru þeir,
hið illa gerði þá að vinum.


4.
“Hjörtu manna eru auðveldlega spillt,”
þessi gerði það dýrt
var hann leiddur villt
þar sem það illa yrði rýrt.
(villt = hratt, í flýti)

5.
Alinn upp hjá álfum,
Hræddist eigið blóð
Í leit að tveim “hálfum”,
Elti hann orka”þjóð”.


6.
Hann var góður við vini
en fjöndum var hann slæmur.
Dýrin elskaði sem syni,
reif þá vondu í ræmur.


7.
Hann barðist í orrustu fimmherja,
bjargaði galdramanni.
Þá góðu vildi hann verja
og flaug því með sanni.


8.
Bestur af sínu kyni,
hvítur og mynnti á snæ.
Bar hann kóngs vini,
hljóp sem skip á sæ.


9.
Röddin ómar,
upp fer stafurinn,
illt hljómar,
hvítur var hafurinn.


10.
Hún leyndist og beið,
með orka í maga.
Hlakkaði en ekki hveið,
hobbita vildi saga.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."