Sauron Þessi grein er aðalega þýdd úr bókinni \“The Complete Guide to Middle-Earth\” en ég bætti við ýmsu sem að ég hafði vit á.

Sauron var einn af Majunum hans Ála. Melkor fékk Sauron í lið með sér snemma á fyrstu öldinni, ásamt fleiri Majum en Sauron var sá öflugasti, og varð hann foringi herliðs Melkor og barðist á fremstu víglínu í stríðunum við Valana og Eldana. Meðan að Melkor var í Utumno, hélt Sauron Angband. Þegar að Melkor snúði aftur til Middle-Earth með Silmerelana, hittust þeir saman í Angband og Sauron stjórnaði stríðinu á meðna að Melkor reyndi að spilla mennina snemma eftir komu þeirra til Middle-Earth. Eftir lok umsátrsins á Angband, fór Sauron til að gæta suðvestur hluta veldi Melkor. Árið 457 náði hann Minas Tirith og fyllta það af úlfum og opnaði vestur Beleriand fyrir orkunum. Nokkrum árum síðar náði Sauron yfir Dorthonion með því að ná Gorlim og fá hann til að svíkja Barahir´s outlaws. Árið 446 náði Sauron Finrod og Beren, vann Finrod í einvígi, og drap Finrod og álfa hans, einn og einn í einu í myrkrum dýflissum hans. En ekki leið á löngu að Lúthien og Huan komu Beren til bjargar. Eftir að Huan drap úlfa Sauron, þá breytti Sauron sér í úlf og barðist gegn honum. En styrkur Huan og galdrar Lúthien sigruðu hann á endanum og Sauron lét turnin af hendi og flúði sem vampíra til Taur-nu-Fuin, þar sem að hann dvaldist einn afganginn af fyrstu öld. Eftir hinn mikla bardaga gaf Sauron sig fram til Eönwë, en honum var sagt að hann þyrfti að fara til Aman og vera dæmdur af Völunum. En stolt hans gerði það honum ekki kleyft að verða fyrir svona mikilli niðurlægingu og hann flúði og faldi sig einhver staðar á Middle-Earth. Um árið 500 á seinni öldinni fór hann að sýna sig aftur og árið 1000 var hann búinn að safna saman nógu miklum „mannskap“ til að geta byrjað að koma sér einhver staðar að og valdi hann Mordor og byrjaði að byggja Barad-dúr. Á tíma „myrkru áranna“ spillti Sauron mörgum mönnum og undir nafninu Annatar og í fögrum líkama fékk hann marga álfa með sér í lið. En álfarnir gerðu sér auðvitað ekki grein fyrir því að þeir voru að ganga í lið með myrkradróttinum sjálfum. Með samblöndunni af hæfileikum Sauron og Noldora og urðu báðar hliðar mjög hæfar á mörgum sviðum. Um 1500 byrjuðu Sauron og álfarnir að búa til <a href=http://www.hugi.is/tolkien/greinar.php?grein_id=40969>máttarbaugana</a> og Sauron vonaði að með þessu tækist að honum leggja íbúum Middle-Earth gildru og vonaði að enginn stæðist freystingu hringjanna. En hann skapaði níu hringi fyrir menn, sjö fyrir dvergana og þrjá fyrir álfana. Sauron snerti hins vegar aldrei álfahringana þrjá og þess vegna spilltust ekki eigendur þeirra og hringirnir sem dvergarnir fengu höfðu ekki mikil áhrif á þá. Dauðlegir myndu spillast og lifa löngu „veiklegu“ lífi en það hafði engin áhrif á dvergana. En hins vegar spilltust mennirnir eins og ekkert væri og tóku við hringjunum tvímælalaust. Þessir níu menn sem fengu hringina urðu að Nazgúlunum. En hann skapaði einn hring í viðbót, hringinn eina, og hann setti mikið af krafti sínum í þennan hring. Hringinn eina skapaði hann í Orodruin, og ætlaðist til þess að þessi hringur stjórnaði öllum hinum. Þegar að Celebrimor komst að svikum Sauron með hringina faldi hann álfahringana fyrir Sauron og náði aldrei valdi á þeim. Við þetta hófst stríð milli álfa og Sauron(1693-1700) og eyðilagði Eregion og gersigraði Eriador en var sigraður af Gil-galad og flota sem var sendur til Middle-Earth af Tar-Minastir frá Númenor. Eftir þetta sýndi Sauron sig opinberlega og safnaði til sín orkum og ófreskjum sem voru í liði Melkor og réði stórum landsvæðum(aðalega í austri) með ótta og valdi. Í stolti sínu kallaði Sauron sig Konung manna og reyndi þá á reiði konungs Númenoranna. Árið 3262 lenti Ar-Pharazon í Umbar með mikinn her. Nú flúðu herir Sauron og hann var tekinn til Númenor. Í fimmtíu ár lék Sauron með ótta Númenoranna við dauðann. Með þessu spillti Sauron fólk Númenor og það byrjaði að biðja til meistara Sauron, Morgoth. Hann sannfærði síðan Ar-Pharazon til að ráðast inn í Amansland í þeirri von um að verða ódauðlegir. Þetta hafði mikil áhrif á Valana og þeir leituðu til Ilúvatar sem sökkti Númenor undir sæ. Sauron missti líkamann sinn við eyðilegginguna og andi hans ráfaði til Middle-Earth. Hann snéri aftur til Mordor og byrjaði að safna saman herjum sínum. Árið 3429 réðst hann á Gondor, tók Minas Ithil undir sitt vald og eyðilagði hið hataða tákn ljós Amanslands, Hvíta Tréð. Hins vegar árið 3434 var hann sigraður af her síðasta bandalags manna og álfa og flúði til Barad-Dúr. Árið 3441, í síðasta bardaganum, við rætur Orodruin, féll Sauron af völdum Gil-galad og Elendil, en báðir létust fyrir óvini sínum. En það var Isildu sem skar hringinn af hendi Sauron og tók hringinn. Við það fékk Gondor aftur Minas Ithil.

<center><img src=http://www.cabed-en-aras.com/angus011.jpg></center>

Á þriðju öldinni, án hringsins sem var undirstaða valds hans, var Sauron mjög varkár. Stefna hans var á tvo vegi, annars vegar að veikja konungsríki Dúndain og annars vegar að finna hringinn. Eftir að Sauron reis aftur um 1000 á þriðju öld, faldi hann sig í gerfi og þar sem að Mordor var gætt af Gondor faldi hann sig í Dol Guldur og var þekktur sem Násugan eða seiðskratinn í Dol Guldur. Í kringum árið 1300 byrjaði hann að ráðast á fólk Middle-Earth og aðalega Dúndain. Hann sendi foringja Nazgúlanna norður og fann þá Angmar en í suðri æsti Sauron Haradrim og Easterlings upp gegn Gondor. Eftir miklu pláguna árið 1636, sem hugsanlega var send af Sauron, slakaði mjög á gæslu Gondor á Mordor og Nazgúlarnir fóru þangað til að gera staðinn tilbúinn fyrir Sauron. Nazgúlarnir náðu Minas-Ithil aftur 2002, og náðu í leiðinni Palantír fyrir Sauron sem að hann notaði til að fá Saruman á sitt vald og líka til að blekkja Denethor. Árið 2063 fór <a href=http://www.hugi.is/tolkien/greinar.php?grein_id=37628>Gandalf</a> til Dol Guldur og til að læra meira um Násuguna en Sauron flúði austur. Hann snúði aftur til Dol Guldur 2460 með mikið sterkari her og var þar til 2941, en þá var hann rekinn í burtu af hvíta ráðinu. Hann fór til Mordor til að gera her sinn tilbúinn fyrir það að ráðast á fólk Middle-Earth með herjum sínum af orkum, tröllum, Haradrim, Easterlings og öðrum verri skepnum. Jafnvel þó að Sauron hafði ekki hringinn gaf tilvera hans honum nógu mikinn styrk til að geta sigrað vestrið og Elrond og Gandalf gerðu sér grein fyrir því og sáu að eina leiðin til að sigra hann var að eyða hringnum. ***byrjun á spoiler***Frodo Baggins tók að sér að eyða hringnum og ferðaðist frá Rivendell, í gegnum Moria, gegnum fagra skóga Lórien, yfir Emyn Muil og alla leið til Mordor. Sauron fylgdist mikið með landsvæðum á þessum tíma, en þetta var á síðustu stundu sem að ákvörðunin var tekin um að eyða hringnum. Sauron réðst á Minas Tirith en á endanum höfðu menn Gondor og Rohan yfirhöndina og sigruðu fyrsta höggið frá Mordor. En til að halda Sauron frá því að fylgjast með sínu eigin landi fór Aragorn, Gandalf og fleiri mikilmenni í vonlausa ferð með nokkur þúsund manns til að ráðast á Mordor, bara til að hjálpa Frodo til að klára verkefnið. Sem betur fer fengu þeir mikla hjálp frá örnunum sem koma Gandalf oft til hjálpar en Frodo tókst að eyða hringnum. Afleyðingarnar voru þær að Nazgúlarnir hurfu og Sauron varð svo veikburða að hann gat aldrei tekið fast form aftur. Auðvitað börðust herir Sauron ekki og flúðu í allar áttir. En allir hringirnir misstu máttinn og veldi Sauron kom til loka. En illska lifði áfram því hún mun aldrei enda í heimi Tolkien, en Saruman hélt nú eitthvað áfram og tókst að halda áfram aðeins með illsku sína en það er önnur saga.***endir á spoiler***