Þá hefur maður loksins komið sér í að setjast niður og skrifa þessa grein, en það eru komnir tæpir tveir mánuðir síðan ég las bókina, sem var gefin út 1949 en skrifuð 1937, og hef alltaf ætlað mér að gagnrýna hana hérna.


Greinin er skrifuð eftir minni, en þó er ég nokkuð viss um að allar upplýsingar hérna um söguþráð og persónur séu réttar.


Það verður örugglega eitthvað um spoilera í þessari grein, en ég hef ekkert hugsað mér að fara neitt svakarlega ítarlega í söguþráðinn.


Bókin er frekar stutt, en hún er um 90 blaðsíður, en frábærlega skrifuð þannig hún er mjög góð þrátt fyrir að vera helst til of stutt.


Sagan gerist í Bretlandi til forna er það tilheyrði Rómarveldi og fjallar hún um bóndann Ægidius Ahenobarbus Julius Agricola de Hammo, eða einfaldlega Giles of Ham eins og það væri á ensku. Giles þessi vaknar einn dag við að risi er að ganga um land hans og traðkar á nautgripum hans. Giles stígur út úr húsi með riffilinn sinn sem er fylltur af nöglum og alls kyns beittu smádrasli og skýtur að risanum, sem hörfar og heldur að hann hafi verið stunginn af flugu. Giles er hylltur sem hetja og í framhaldi þessa atburðar er Giles látinn fara á drekaveiðar að berjast við drekann Chrysophylax Dives.


Ýmsar skemmtilegar persónur eru í sögunni og þætti mér ágætt að fjalla um þær helstu.


Ægidius, eða Giles: Skemmtileg persóna, rólyndur bóndi sem nær sér vel niðri á konungnum.


Garm: Hundur Ægidiusar, hoppar og skoppar út um allt, stoltur af húsbónda sínum. Trygglyndur og frábær veiðifélagi.


Crysophylax: Illur, gráðugur, en umfram allt, skræfa. Þorir ekki að berjast við Ægidius. Mjög svo skondinn karakter, en er algjört snobb.


Bókin er sannkallað meistaraverk eftir þennan frábæra rithöfund og mæli ég með að hver einn og einasti hérna lesi þessa sögu, því hún er stutt en sannarlega þess virði að lesa.


Hún myndi hiklaust fá 10/10 frá mér, en ég get ekki dregið hana niður fyrir neinn hlut.


P.S. er einhver vilji fyrir gagnrýni á fleiri bókum frá mér? Er með svona 10 Tolkien bækur uppi í hillu sem ég gæti lesið og gagnrýnt hérna fyrir þá sem vilja lesa slík skrif.