Smá samantekt um það sem vitað er um myndina.

Myndin verður í tveimur pörtum og á fyrri hlutinn að koma út í desember 2012 en sá seinni í desember 2013.

Þeim verður leikstýrt af Guillermo Del Toro sem einnig leikstýrði Hellboy.

Peter Jackson verður executive producer og verður einnig með í að skrifa handritið ásamt Guillermo Del Toro, Fran Walsh, Phillippa Boyens og svo auðvitað Tolkien.

Howard Shore mun sjá um tónlistina í myndinni en hann gerði einnig tónlistina við Lord of the Rings.

Nú er búið að staðfesta það að Ian McKellen leikur Gandalf, Andy Serkis leikur Gollum, Hugo Weaving leikur Elrond, Cate Blanchett leikur Galadriel og Marton Csokas leikur Celeborn.

Búið er að staðfesta að Martin Freeman og Mark Ferguson leika í myndinni en ekki er búið að tilkynna hlutverk þeirra.

Myndin verður unnin með New Line Cinema, MGM og WingNut Films.

Warner Bros. munu sjá um dreifingu innan Bandaríkjanna og 20th Century Fox utan Bandaríkjanna.

Mark Ordesky verður Producer.