3. janúar 1892 fæddi Mabel Suffield barn sem var gefið nafnið John Ronald Reuel Tolkien. Hann var kallaður annaðhvort Ronald eða Tolkien. 17. febrúar, tveimur árum síðar, fæddist Hilary, bróðir Ronalds.

Börn að aldri misstu bræðurnir föður sinn (Arthur) meðan Mabel var með þá á Englandi en hann var stöðugt að vinna í banka í Bloemfontein. Ári eftir dauða Arthurs flutti Mabel með bræðurna til Sarehole þar sem þau áttu margar gleðistundir.

Árin eftir að þau fluttu frá Sarehole voru viðburðarík. Fjölskyldan flutti til miðborgar Birmingham til að vera nær kaþólsku kirkjunni og síðan til King’s Heath og þaðan til Oliver Road.

En 1904 gerðist nokkuð sem hafði mikil áhrif á Ronald. Mabel móðir hans lést úr sykursýki, aðeins 34 ára gömul. Eftir það fluttu bræðurnir í hús Beatricar frænku og þaðan í Faulkner-húsið, þar kynntist Tolkien Edith.

Vorið 1909 hófst ástarsamband Ronalds og Edithar. Sama vor féll Ronald á inntökuprófi í Oxford. Þess vegna þvingaði séra Francis (fjölskylduvinur, forráðamaður Ronalds og kaþólskur prestur) fram aðskilnað Ronalds og Edithar þar til Ronald yrði nógu gamall.

Haustið 1910 fékk Ronald inngöngu í Exeter-háskólann í Oxford. Fjórum árum síðar trúlofaðist Ronald Edith og hún gekk inn í kaþólsku kirkjuna. Parið giftist síðan 22. mars 1916 en í júní fór Ronald með breska hernum til Frakklands og barðist í orrustunni við Somme. Í nóvember var Ronald svo sendur heim með skotgrafarveiki.

Ári síðar fæddist fyrsta barn þeirra, John.

1920 þáði Ronald stöðu við háskólann í Leeds og í október fæddist Michael, annar sonur þeirra.

Fjórum árum síðar fæddist þriðji sonurinn, Christopher. Stuttu seinna byrja Kolbítarnir að hittast og vinátta Ronalds og Jacks hefst en sú vinátta kulnaði af ýmsum ástæðum, t.d. vegna vináttu Jacks og Charles Williams og einnig trúafafstöðu hans.

Dóttirin Priscilla fæddist svo árið 1929.

Þremur árum eftir það fóru Blekbændurnir að hittast.

Hobbitinn er gefinn út árið 1937 og hlýtur mikið lof. En árin 1954-’55 eru öll bindi Hringadróttinssögu gefin út og hljóta enn meira lof.

Með vaxandi áhuga á Tolkien í Bandaríkjunum gáfu Ace Books út „sjóræningjaútgáfu“ af Hringadróttinssögu en samkomulag náðist og Tolkien fékk greidd höfundarlaun. Við það jukust vinsældir Tolkiens enn frekar.

Í nóvember 1971 lést Edith og svo Ronald tveimur árum síðar.
Svo kom ein mesta bók Ronalds, Silmerillinn, út árið 1977. Þess má geta að Cristopher sonur hans ritstýrði verkinu.
En fyrir 7 árum, þ.e.a.s. 2001, kom fyrsti hluti kvikmyndaþríleiksins Hringadróttinssögu Peters Jacksons út.