Þetta er smá samantekt á sögu ættar Durins. Hellsta heimildin er appendix A III í LOTR. annars er þessu púslað saman úr ýmsum heimildum úr LOTR, hobbit, silmarillion og fleiri bókum. Ég vona að ykkur finnist þetta fróðulegt.

Durin I sem að var kallaður Durin the deathless út af mjög löngu lífi hans var sá elsti af hinum 7 ættfeðrum dverga sem að Aulë (dvergarnir sjálfir kalla hann Mahal) skapaði. Af honum er komin sú ætt sem að hefur verið kölluð Durin´s folk eða Longbeards.
Eftir að ættfeðurnir 7 voru vaktir af svefni ráfaði Durin I inn í dal nokkurn sem að hann nefndi Azanulbizar og sá þar í vatni nokkru spegilmynd af sjálfum sér með kórónu úr 7 stjörnum. Vatnið nefndi hann Kheled-zâram, hver sem að leit í þetta vatn gat séð stjörnumerkið Durin´s crown sem eð álfar kölluðu Valacirca og við köllum stóra björninn. Stjörnurnar sáust speglast í vatninu þó svo að það væri miður dagur. Enginn annar en Durin I gat þó séð sjálfan sig speglast í vatninu. Í fjöllunum fyrir ofan dalinn fann Durin I djúpa hella og stofnaði þar borgina Khazad-dûm (Khuzudul, þýðir dwarf-mainson. ennig kallað Dwarrowdelf á Westron og Moria á Sindarin.). Khazad-dûm var stæsta og mesta borg dvergana. Hún var byggð undir fjöllunum Barazinbar, Zirak-zigil og Bundushatûr. Undir Barazinbar fannst eina þekkta mithril æðin í heiminum. Í borginni voru margar stórar hallir, margar hæðir dyr á báðum hliðum misty mountains og mjög margar og djúpar námur.
Durin I var eins og áður sagði mjög langlífur og hann lifði út meirihlutann af fyrstu öldinni. Af og til í gegnum söguna fæddist afkomandi sem að var svo líkur Durin I að dvergarnir töldu að þarna væri Durin I endurfæddur. dvergarnir trúðu því þannig að Durin væri í raun og veru ódauðlegur. Ætt Durins tók lítinn þátt í stríðum og atburðum fyrstu aldarinnar.
Durin II var uppi á annarri öldinni. Ekki er vitað nákvæmlega en hann var allavega við völd þegar að dvergurinn Narvi byggði vesturhlið Khazad-dûm árið 750. Hann kom meðal annars af stað friðsamlegum samskiptum við Noldor álfana í Eregion. Á þessum tíma fjölgaði mjög íbúum í Khazad-dûm þar sem að Dvergar frá borgunum Belegost og Nogrod sem að eyðilögðust í stríðinu við Morgoth fluttu margir hverjir þangað.
Durin III var konungur í kringum 1600 á annarri öldinni. Honum var gefinn sá sjöundi og sá öflugasti af dverga hringunum. Það var álfasmiðurinn Celebrimor en ekki Sauron sem að gaf honum hringinn þó svo að Sauron hafi eflaust átt þátt í að búa hann til. Hringarnir höfðu ekki þau áhrif á dvergana sem að Sauron ætlaðist til. Þeir eltust eðlilega og beittust ekki í hringvofur og sauron gat ekki stjórnað þeim. Einu sjáanlegu áhrifin voru þau að þeir urðu gráðugari í gull. Þetta var líklega svona af því að Aulë bjó dvergana sérstaklega til til að verjast gegn valdi Morgoths. Allavega Sauron varð fúll og reyndi allt hvað hann gat til að ná dvergahringunum aftur. hann náði fljótlega tveimur og fjórir enduðu í fjársjóðshrúgum dreka. Sjöunda hringnum sem að var hringur Durins náði Sauron hinsvegar ekki fyrr en árið 2845 þegar að hann handsamaði Thráin II.
Durin IV var uppi 1731-1980 á þriðju öldinni. Árið 1980 voru dvergarnir að dýpka mithril námurnar sínar og vöktu upp Balroginn. Balroginn drap Durin IV og svo Náin I (1832-1981) son hans ári seinna. Eftir þetta flúði ætt durinns og yfirgaf Khazad-dûm. Balroginn varð eftir. Hann var drepinn afð Gandalf árið 3019. Árið 2480 kom Sauron fyrir stórum orka her í Khazad-dûm.
Núna fóru flestir dvergarnir til Ered-Mithrin eða the Gray mountains. Þar byggðu þeir sér nýjar hallir. Sonur Náins, Thráin I (1934-2190) réttmætur konungur ættar Durins fór til fjallsins eina og stofnaði ríkið Erebor (sindarin þýðir single-mountain) árið 1999. Í iðrum fjallsins fann hann stórann gimstein sem að hann kallaði the Arkenstone. Þessi steinn var metin meira en öll önnur auðæfi ættar hans.
Sonur Thráins I, Thorin I vildi þó heldur dvelja í Ered-Mithrin en í Erebor svo að á bilinu 2190-2590 var Erebor ekki aðsetur konunga ættar Durins.
Í þrjá ættliði réði ætt Durins í Ered-Mithrin. Sonur Thorins hét Glóin (2136-2385) sonur hans hét Óin (2238-2488) og sonur hans var Náin II (2338-2585).
Dáin I (2440-2589) sonur Náins var svo drepinn ásamt öðrum syni sínum Frór af cold-drake þegar að drekar réðust á Ered-Mithrin. Elsti sonurinn Thrór (2542-2790) flúði með þjóð sína og yngri bróður Grór (2563-2805) til Erebor. Frægð og auður Erebor óx nú og dafnaði í næstum 200 ár þangað til að Smaug kom árið 2770. Thrór slapp út um leynilegar bakdyr með fjölskyldu sína.
Útlægur og niðurbrotinn lét Thrór son sinn Thráin II (2644-2858) hafa hringinn og tók að ferðast um heiminn. Það er mjög líklegt að það hafi verið áhrif frá hringnum sem að drógu hann að lokum að dyrum Khazad-dûm. Þar var hann myrtur af orkaforingjanum Azog og líkami hans limlestur. Þegar að Thráin heirði þetta safnaði hann saman öllum dvergum sem að hann fann bæði af ætt Durins og öðrum ættum og hóf áralangt stríð gegn orkunum. Þetta stríð var kallað the war of dwarfs and orcks. Það stóð frá árinu 2793-2799 og endaði í mikilli orrustu í Azanulbizar dal þar sem að Dáin ”Ironfoot” II (2767-3019) sonar sonur Grórs og höfðingi í Iron hills drap Azog. Thráin missti annað augað og Thorin II (2746-2941) sonur hanns fékk viðurnefnið Oakenshield fyrir að nota grein af eikartré sem skjöld og kylfu. Eftir orrustuna vildi Thráinn endurheimta Khazad-dûm en hermenn hans vildu það ekki þar sem að balroginn var ennþá á lífi þó svo að orkarnir væru sigraðir.
Eftir þettað fyllti hringurinn Thráin smá saman af græðgi og hann afréði á endanum að reyna að endurheimta Erebor. Þetta framtak endaði með því að hann var handsamaður af Sauron árið 2845. Sauron tók hringinn hans og Thráin mátti dúsa í díflisum Dol-Guldur til æfiloka. Áður en hann dó kom hann þó út lykli að bakdyrum Erebor og korti í gegnum Gandalf. Gandalfur kom kortinu og lyklinum áleiðis til Thorins.
Thorin fór svo með föruneyti sitt og endurheimti Erebor. Smaug var drepinn af manninum Bard frá Dale. Thorin lést svo sjálfur skömmu síðar í the battle of five armies. Dáin Ironfoot tók þá við titlinum king of Durin´s folk og konungsvaldi í Erebor. Hann átti einn son, Thorin “Stonehelm” sem að fæddist 2866. Árið 2989 fór Balin sem að var af ætt Durins en ekki konungur til Kazad-dum til að endurstofna konungsríki þar. Balin var drepinn af orka við Keled-zaram árið 2994. Dáin lést árið 3019 þegar að Erebor var umsetið af easterlings. Hann dó með öxi í hönd verjandi lík vinar síns King Brand of Dale.
Seinasti dvergur af kyni Durins sem að vitað er um var Durin VII sem að var uppi á fjórðu öldinni.
Lacho calad, drego morn!