Aragorn Já ég ætla hér að skrifa aðra grein um uppáhaldskarakterinn minn Aragorn. Hérna ætla ég að fara létt yfir sögu hans.

Þegar Aragorn var tveggja ára gamall, var faðir hans veginn af Orka sem hafði hitt hann í augað með ör. Eins og hefðin var hjá hans fólki var hann sendur í fóstur í Rofadal hjá Elrondi.|Elronds regla var sú að uppruna hans var haldið leyndu, hann var nefnilega hræddur um að það myndi fara fyrir honum eins og fór fyrir Araþorn og faðir hans. Aragorn var nefndur Estel(sem þýðir “Von”) í staðinn, og var ekki sagt frá arfinum hans fyrr en hann varð tvítugur árið 2951.


Elrond sagði síðan Estel eða Aragorn hans rétta nafn og arfinn hans, árið 2951 og gaf honum þá brot Narsíls og Hring Barahírs. Næsta dag, í skógum Rofadals, Aragorn hitti og varð ástfaginn af Arwen, dóttur Elronds, sem hafði nýlega snúið aftur frá Lóríen.

Lífið sem Rekki eða Flakkari.
Aragorn tók þá upp hans rétta nafn Aragorn II, foringji Dúnadanana , og fór að ferðast inn í óbyggðirnar. Árið 2953 var hann ekki í Rofadal þegar Hvíta Ráðið kom í hinsta sinn saman. En árið 2956 þá kynntist hann Gandálfi og urðu þeir frábærir vinir. Vegna Gandálfs fékk hann áhuga á Héraði og þaðan var hann þekktur sem Stígur eða á ensku Strider.


Frá 2957 til 2980 Aragorn fór í stórar ferðir meðal annars að þjóna Þengli Konungi Róhans og líka Ráðsmanni Róhan Ecthelion annar(2). Margar af hans ferðum veiktu Sauron og hans bandamenn, sem höfðu meðal annars mikil áhrif í Hringastríðinu.| Hann kaus að kalla sig Þoringil þegar hann þjónaði Gondor og Róhan(sem þýðir “Örn Stjarnanna”), og með fáum skipum frá Gondor leiddi hann óvænta áras á Hafnir Umbar, eyðilaggði mikið af skipum þeirra og drap foringja þeirra. Seinna fór hann frá Gondor til að ferðast Austur og Suður að “rannsaka hjarta manna góðra og vonda” og til að læra um lygar og svik þjóna Myrkadróttins. Seinna árið 2980 var hann í Lothlóríen, og enn og aftur hittir hann Arwen. Hann gaf henni fjölskyldugripinn, hring Barahírs, og Arwen lagði hönd sína til hans sem þýðir að hann var í raun að biðja hana um að giftast sér og hún sagði já.

Elrond gaf fóstursyni sínum leyfi til að giftast dóttur sinni, með þau skilyrði að hann yrði kongur Gondor og Arnor, vegna þess að konungur væri sá eini sem ætti skilið Arweni.|Þetta virðist vera hörð viðbrögð, en er við skoðum Silmerilinn þá vildi Þingól líka að Beren myndi stela Silmeril frá Morgoth(Melkor) áður en hann fengi að giftast Lúthíen.

Föruneyti Hringsins og aðdragandinn
Árið 3001, núna þegar Sauron hafði snúið aftur og hélt áfram að byggja upp virki og bandamenn, Aragorn hóf ferð sína ásamt Gandalfi að leita af Gollum.| Gandálfur grunaði þá að hringurinn sem Bilbo fann nálægt helli Gollums var í raun Hringurinn eini. Árið 3018 eftir að hafa leitað af Gollum öll þessi ár, Aragorn finnur hann Gollum nálægt DauðaFenjum (Dead Marshes man ekki alveg þýðinguna :S) en allavega og fer með hann til Þrándils í Myrkviði þar sem hann átt að vera fangi.|Þá snýr hann aftur til Gandálfs og kemst af því að Fróði ætlar sér að fara frá Héraði með hringinn.

Aragorn og Rekkarnir hans héltu áfram að vakta yfir landamærum Héraðs, bíðandi merki um það að sjá Fróða eða heyra fréttir af honum. Meðan hann beið í Brý, Aragorn rakst hann á fjóra hobbita meðan hann var á Fáknum Fjöruga, horfði Aragorn á hobbitana reyna fela nöfn sín og tilgang. Aragorn . Hann horfði á Fróða Bagga, foringja hópsins, þegar hann féll af borði sínu og hvarf þegar hann setti hringinn á. |Aragorn, sem gékk undir nafninu Strígur sýndi engin svipbrigði aðeins fannst Fróði heimskur. Hann kom fyrir fundi yfir nóttina, hann varaði þá við Svörtu Riddarana og Bill Ferny, stakk uppá því að þeir myndu nota hann sem leiðsögumann. Eftir smá hugsunarverðarfrest, og nóta frá Gandalfi sem barþjónninn gleymdi að láta þá fá, samþykkti Fróði það.

Plan Aragorns var að fara til Rofadals, þá byrja með að halda í átt til Archet og þaðan til Vindbrjóts. Eftir árásina á Veðbrjóti, og árásina á Fróða, tók Kátur við stjórn hópsins. Eftir smá stund hittu þeir Glorfindel, vin Aragorns og því komust þeir rakleitt til Rofadals.

Þegar Aragorn var í Rofadal, skipti hann um hlutverk hætti að vera þessi Rekki og varð fyrir fullt Foringji Dúnadanana, og álfavinur. Hann var valinn eftirmaður Gandálfs í föruneytinug, og þjónaði þeim tilgangi sem hægri hönd Gandálfs.

Aragorn, þrýsti á það að farið yrði í gegnum Róhanslægð sem endaði með hömrungum.Hann og Gandálfur komust þá að þeirri niðurstöðu að best væri að fara í gegnum Moría, jafnvel þótt Gandálfur hefði fengið viðvaranir fyrir. Sannarlega eftir að Aragorn féll í myrkið ásamt Dúrins-bana(Balroggnum), varð hann kosinn foringji hópsins, jafnvel þótt Boromír var því ekki sammála.

Aragorn fór þá með þá eftir Moría ævintýrið til álfanna í Lothlóríen, og vinátta hans við Celeborn og Galadríel borgaði sig.|Aragorn again amazed the rest of the Fellowship by his apparent closeness to the people of Lothlórien, and his friendship with Celeborn and Galadriel. En hann átti eftir að taka ákvörðun sjálfur, hann vildi fara með Boromír til Mínas Tírið, en honum fannst að skilda hans væri að fylgja Fróða alla leið til Mordors.

Byrjun Hringastríðsins
Eftir að Fróði hafði flúið hann og Boromír hafði dáið, hann ásamt afgangnum af Föruneytinu, þá Legolas og Gimla, ákvöðu þeir að reyna bjarga Káti og Pípinni frá Úruk-haiunum sem réðust á þá.

Á ferð sinni á eftir Píppni og Káti, hitti hann Jómar í Róhanslægð, strax hófst vinskapur með þeim vegna þess að strax báru þeir virðingu fyrir hvor öðrum, Jómar tók þá ákvörðun að gefa þeim hesta, með það í loforði að Aragorn lofaði einn daginn að fara til Edóras.. Aragorn rakti þá hobbitana til Fangórsskógar þar sem hann hitti Gandálf aftur, nema þá var Gandálfur orðinn hinn hvíti. Eftir að hafa komið til Edóras og talað við Þjóðan, reið hann til Hjálmsdýpi til að berjast í orrustunni í Orrustunni um Hornborg. Þar, við hliðin á Jómari, og konungi Þjóðanni, unnu þeir sigur gegn her Sarúmans, þegar bardaginn var nánast tapaður, Aragorn og Þjóðan leiddu þá menn sína á hest um og þetta fór þannig að mórallinn hjá Róhan hækkaði og unnu þeir frækinn sigur og að auki þess var að búast við Gandálfi sem var að koma með einhverja menn.


Eftir Píppinn hafði haft hræðilega reynslu af Orþank-steininum, skilaði Gandálfur því til Aragorns rétta eiganda steinsins. Eftir að Gandálfur og Píppinn fóru til Mínas Tírið, var hann í smá stund með Þjóðanni lengur, og hitti síðan Halbarð frá Norðri, Elladan og Elrohir og her af rekkum sem voru hugrakkir og ekki hræddir við neitt. Elladan og Elrohir gáfu honum skilaboð frá Elrondi: Dagarnir eru stuttur. Ef þú ert í krísu, mundu vegi Hinna Dauðu|Halbarað gaf honum gjöf frá Arweni fána Elendils. Aragorn vissi nú veginn sem settur hafði verið fyrir framan hann.

Hilmir Snýr Heim
Stuttu seinna tók Aragorn lið sitt og setti stefnuna á Dunharrow, og þá skildu leiðir við Þjóðan.Hans bölvun var skýr; fara leið hinna dauðua og kvetja þá til stríðs. Í Dunharrow hitti hann Jóvinni sem hafði orðið ástfanginn af honum en eftir að hafa gert það ljóst fyrir henni að hann gat ekki samþykkt ást hennar fór hann hinn illa veg.

Herinn fór framhjá Svörtu hurðinni, hinum dauðu og þegar hann var að koma að Svarta steininum af Erech|,boðaði Aragorn þá til sín.Þeir drógu upp sverð sín og blésu í horn sín og réðust á Svörtu skipin, sem þeir siglu síðan á til Pealanor þar sem bardaginn var nú þegar háður. En við vitum hvernig sá bardagi endaði þannig ég ætla ekkert að fara neitt meira í hann.

Aragorn réð þá Imrahil til að taka tímabundið við stjórn Mínas Tírið, en á endanum fór Aragorn til húsa læknina, þar sem hann hlúði að Faramír,Jóvinni og Káti, með það í huga að “hendur konungsins eru hendur lækningarinnar”. Aragorn fór burt frá borginni en samt eltu fólk Mínas Tírið hann ennþá, þau höfðu þá heyrt orðróma um það að að konungurinn væri snúinn aftur.

Aragorn hélt þá fund með sínum traustustu mönnum sem voru þá aðallega Gandálfur, Jómar, Imrahíl og synir Elronds - en Halbarad hafði þá fallið í orustunni.Hann félst þá á það að fara með herinn til Mordor til að vera beita fyrir Fróða og Sóma því að um 50-100.000 orkar stóðu nú á milli þeirra og Dómsdyngju. Eftir þann bardaga snéri Aragorn aftur til Mínas Tírið þar sem hann var gerður kóngur. Hann var kjörinn það við hlið Mínas Tírið, en núna hafði hann unnið hug og hjörtu alls fólks í Mínas Tírið og Gondor. Hann giftist síðan Arweni um sumarið 3019, og sagði kvaddi þá gömlu vini sína. Eftir giftinguna og nýja tíma Gondors hófst Fjórða Öldin og þá hafði Fróði farið frá Miðgarði fyrir fullt og allt.

Konungur Gondors
Aragorn stjórnaði Nýju konungsríki Gondor og Arnor alveg þangað til árið 120 af Fjörðu Öld. Hann dó eftir 210 ár af lífi og 122 ár sem konungur. Kona hans Arwen, núna dauðleg, dó stuttu eftir það árið 121, þá 2901 ára gömul.

Sá sem erfði ríkið hans var Eldarion sonur hans, en Aragorn átti líka dætur en þær hafa víst ekki fengið nein nöfn.

Í gegnum ættir hans alveg til Elendils var hann sagður hinn virðingalegasti af öllum Númenorunum, mikilmenni sem voru gefin lengri líf af Völunum. Þótt Númenor hafði verið eyðilagt þeir lifðu áfram sem Dúnadenar, og líkt og ættingar þeirra voru þeir líka langlífir. En Aragorn lifði semsagt í 210 ár.

Vona að þið hafið notið lestursins og einhverjir fróðleiksmolar þarna.
Heimildir voru : Hilmir Snýr Heim(Aðalega þá eftirkaflarnir) og síðan bara Internetvafrarinn.
acrosstheuniverse