Pippin Ég ákvað að gera stutta grein um eina af mínum uppáhalds persónum í LOTR sem er enginn annar en hobbitinn Pippin. Vona að fleiri geri líka greinar um sínar uppáhalds persónur og fá smá meira efni inn á áhugamálið.

Pipin heitir fullu nafni Peregrin Took. Hann er hobbiti frá Héraði og fór með Frodo í leiðangurinn að eyða hringnum ástamt besta vini sínum Merry og Sam. Pippin átti 3 eldri systur; Pearl Took, Pimpernel Took, og Pervinca Took, og hétu foreldrar hans Paladin Took II og Eglantine Banks.

Pippin var yngsti af 4 hobbitunum í föruneytinu, og vildi Elrond að hann myndi vera sendiboði Héraðsins því hann var svo ungur, en Gandalf leyfði honum að vera með þar sem hann og Merry voru auðvitað bestu vinir. Þegar föruneytið var komið inn í Moria vakti hann orkana í Moria með því að snerta rotnaða beinagrind sem leiddi til þess að hún datt niður gamlan brunn með miklum látum.

Þegar hann var kominn með föruneytinu í Lothlorien fékk hann sem gjöf frá Galadriel álfahníf og ásamt öllum öðrum í föruneytinu fengu þeir álfamerki á skikkjuna. Þegar föruneytið fór frá Lothlorien hélt það til Amon Hen, þar sem margir Uruk-hai-ar gerðu árás á þá. Frodo flúði með Sam, en til þess að Frodo myndi ná að komast fram hjá Uruk-hai-unum trufluðu Pippin og Merry þá og létu þá elta sig. Það leiddi til þess að þeir urðu innikróaðir þar til Boromir kom og bjargaði þeim. Á þeirri stundu lést Boromir og hobbitarnir 2 voru handsamaðir af Uruk-hai-unum. Boromir var góður vinur hobbitanna tveggja og var þetta auðvitað mikið áfall fyrir Pippin og Merry. Pippin gerðist svo seinna þjónn ráðsmannsins í Gondor, Denethor, að sökum þess að sonur hans sem var Boromir lést við að bjarga honum.

Á meðan uruk-hai-arnir voru að fara með hobbitana til Saruman henti Pippin álfamerkinu sem Galadriel hafði gefið honum, vonandi eftir því að Aragorn og félagar myndu finna það. Aragorn, Legolas og Gimli leituðu af þeim og mættu svo stórum hestaher Rohan, sem Eomer leiddi. Eomer sagði Aragorn að þeir höfðu séð her af Uruk-hai-um nálægt en slátruðu þeim öllum.

Pippin og Merry flúðu frá átökunum inn í Fangorn forest, og hittu þar gamla entinn Treebeard. Eftir að þeir sáu risastóran her Saruman ráðast á Rohan sannfærðu hobbitarnir Treebeard um að ráðast á Saruman sem var nánast aleinn í Isengard, fyrir utan nokkra orkaþræla. Treebeard fór með mörgum öðrum entum og réðust þeir á Saruman, eyðilöggðu allt sem hann hafði gert og var hann nú fastur uppi í turninum sínum umkringdur entum. Þegar meistararnir sem höfðu sigrað í Helms Deep komu til Isengard brá þeim heldur í brók er þeir sáu hobbitana 2 sitjandi í Isengard borðandi veislumat og reykjandi eðal tóbak, og sáu að margir entar voru þarna og Isengard var allt á floti. Gandalf talaði við Saruman og reyndi að koma smá viti í hausinn á honum og fá upplýsingar frá honum en Grima stakk Saruman í bakið sem datt niður turninn og lést. Pippin tók þá upp Palantir kúluna hans sem Saruman hafði misst, en Gandalf tók hana af honum.
Nóttina eftir það var Pippin of spenntur og leit auga á palantir kúluna, og vildi sjá hvað þetta væri. Þá sá hann áætlun Sauron, sem var að undirbúa árás á Minas Tirith í Gondor. Því fór Gandalf strax með Pippin til Minas Tirith til að vara Denethor ráðsmann við.

Stríðið var rosalegt í Minas Tirith og hélt Pippin að endir hans væri kominn, en þá sagði Gandalf við hann sín frægu orð.
Gandalf: “End? No, the journey doesn't end here. Death is just another path. One that we all must take.”

Gandalf: “The gray rain curtain of this world rolls back, and all turns to silver glass. And then you see it.”

Pippin: “What, Gandalf? See what?”

Gandalf: “White shores. And beyond, the far green country, under a swift sunrise.”

Eftir bardagann í Minas Tirith fann Pippin Merry sem barðist með her Theoden, en Merry hafði aðstoðað Eowyn með að drepa The Witch-King, en hann særðist við það og fann Pippin hann meðvitunadalausan á jörðinni.

Merry og Pippin voru einu hobbitarnir sem börðust í lokabardaganum við Sauron, við Black Gate. Bardaginn var einungis gerður til að lokka her Sauron út til að gefa Frodo og Sam tækifæri til að eyða hringnum og komast í gegnum Mordor.

Eftir hringjastríðið giftist Pippin Diamond of Long Cleeve sem var 32 ára en hann var sjálfur 37 ára. Þau eignuðust einn son sem var skýrður Faramir Took. Faramir Took giftist seinna dóttir Sam, Goldilocks.