Hvað með Kát (merry) og sverðið hans? ATH. SPOILER Ok, er búinn að sjá myndina og lesa allar bækunar oftar en einu sinni. Það sem ég hef helst tekið eftir við myndina er að margt úr bókunum vantar og ýmislegt nýtt sett í staðinn. Oftast er þetta ásættanlegt, ef ekki hreinlega nauðsynlegt, því að horfa á kvikmynd er mjög ólíkt því að lesa bók. til dæmis er ferðalag Hobbitanna frá Héraði til Brý stytt mjög mikið, og ég er sáttur við það því sá kafli sögunnar er fullur af “ómerkilegu” efni og er mjög langdreginn.

Eitt er það þó sem mér finnst vanta. Það er þegar Kátur (Merry)finnur sverðið sem hann síðar notar til að hálf-skera fótinn af Nornakonunginum, foringja Nazgulanna, áður en Lafði Jóvin heggur af honum höfuðið. Þetta var nefnilega einstaktur kuti og jafnvel eina swerðið sem gat alvarlega sært helvítið. Hvernig ætli Peter Jackson og félagar útskýri þetta í kvikmyndinni? Láti hann bara nota “venjulegt” sverð?

P.S. Það hefði nú átt að sýna atriðið þegar Gimli verður svona líka hrifinn af álfadrottningunni, algjör snild.