Það drynur í eyrum mínum. Ég heyri ekkert nema drunur sem eru svo djúpar að það er eins og þær eigi uppruna sinn neðan við upphaf tímans. Ég opna augun, litast um, hvar í fjandanum er ég? Ég ligg á iðagrænum velli sem tegist svo langt sem augað eigir. Langt í fjarska sé ég fjöll, og einhversstaðar heyrir ég, í gegnum drunurnar, í á sem fellur fram. Greinilega stórfljót úr því ég heyri niðin í henn í gegnum allan þennan dómsdagshávaða. Þá verð ég allt í einu var við það að drunurnar eru í raun ekki drunur, í þeim má greina mannlegar raddir. Þær hrópa eitthvað sem hljómar eins og… já svei mér þá, eins og heróp. Ég heyri í orustu. Ég tíni mér í staðreindinni, að ég sé að heyra í minni fyrstu orustu. En svo átta ég mig á þessari vitleysu, ég hef oftsinnis heyrt í orustu, síðast þegar ég sá Föruneiti hringsins í bíó, já fyrir réttri viku. En hvar er ég?

Ég stend upp, og leggst snarlega aftur niður. Efast um að ég hafi opnað augun, nudda þau til að vera viss og blikka nokkrum sinnum. Stend svo upp aftur. Þetta var þá enginn vitleysa hjá mér, það er orusta í gangi, enginn venjuleg orusta, því hér er barist um Gondor, borgina hvítu Mínas Tíríð, og ég þekki völlinn, veggjavöllinn. Það var þá loksins að mig dreymdi almennilega. Ekkert helvítis kynlífskjaftæði, eða súrrealískar senur kliptar saman í speedmotion. Ég er kominn til Miðgarðs!

En hvaða orusta er þetta, er þetta orustan þar sem Ísildur hjó fingurinn af Sauron, eða er þetta orustan þar sem Jóvin og Kátur lögðu Nazgúlin, seiðskrattan sem aldrei skyldi falla fyrir neinum manni, en féll fyrir konu og Hobbita. Frá útsýnisstað mínum fæ ég ekkert um það ráðið, og þó. Þarna sé ég eitt stikki Ollifant sem skagar upp úr mannhafinu, þá eru hinir svörtu menn frá ríki Haraðs þarna líka. Þeir voru ekki með í orustu Ísildurs og Elronds, þannig að ég er staddur á Veggjavelli við lok þriðju aldar.

Hugfanginn af sýn minni og fullur af vissu um drauminn, hleyp ég af stað, í áttina að bardaganum. Sem væri algert feigðarflan ef ekki væri fyrir þá einföldu staðreynd að draumar manna drepa þá aldrei sjálfa. Þegar nær dregur sé ég menninan og orkana betur. Hugprúðir menn með tréð og stjörnurnar á brjósti sínu, á móti vanskapnaði orka, með illa málað rautt auga á sínum brjóstum. Ég sé hvar einn maðurinn stingur stórann orka í gegn með spjóti, rétt áður en orkinn hjó í annan mann, aftanfrá. Mikið þarf stóran skamt af hepni til að lifa af svona orustu, að vera ekki veginn rétt á meðan maður vegur annan.

Rétt í því þá hrasa ég all illilega og flíg beint á andlitið. Þegar ég ranka við mér stuttu seinna, þá sé ég að ég hef hlaupið á barn, nei það hlýtur að vera hobbiti. Mikið rétt, ég hef hrasað um riddara merkurinnar, sjálfan Káradúk Brúnbukk, og hjá honum liggur yndisfríð snót með blóðugan arm, og brostinn svip. Jóvin hetja merkurinnar og bani Nazgúlsins, tilvonandi kona Faramírs af Íðilíu. Mér verður um og ó, svo átta ég mig á annari óhugnarlegri staðreynd, ég meiddi mig nokkuð í fallinu og hefði þá átt að vakna. Eins og ég hef gert ótal oft áður í mínum draumum. Ætli ég sé komin hingað í raun og veru, það er ekki mögulegt… ekki fræðilegur möguleiki, en hver segir að eitthvað sé ómögulegt í heimi ævintýra og ýmindunar…

Með þókk til Hallgríms Helgasonar fyrir lánið á hugmyndinni, og til J.R.R. Tolkien fyrir restina.

Konráð B.