Tónlistin úr LOTR myndunum Ætla hér að henda inn einni grein, að sökum þess að þetta áhugamál er næstum gott sem dautt. Greinin mín mun vera um tónlistina í LOTR myndunum, og aðeins um höfund tónlistarinnar Howard Shore, en hann hefur einmitt unnið ýmis verðlaun fyrir tónlistina sína úr ýmsum kvikmyndum.

Howard Shore hefur samið tónlist úr mörgum bíómyndum þ.á.m. The Silence of the Lambs, Mrs. Doubtfire, Philadelphia, Ed Wood, Se7en, Dogma, High Fidelity, Panic Room, The Departed and The Aviator. Tónlistin hans úr LOTR tríóinu er samt hans besta verk og hefur hann verið endalaust að „túra“ um heiminn með symfóníuhljómsveit, sem hefur verið að spila þá tónlist.
Tónlistin hans úr LOTR myndunum voru mjög „tilfinningaríkar“. Þær útskýrðu mjög vel hvað var að gerast, t.d. þegar eitthvað slæmt var að gerast eins og þegar „óvinurinn var tilbúinn“ í 3. myndinni, þegar græni geislinn skaust upp úr Mínas Morgúl, það útskýrði mjög vel spennuna sem var í gangi og gat maður „fundið“ fyrir hvernig Fróða og félögum leið þegar þeir voru standandi fyrir framan kastalann.

Ég fann þetta myndband meðan ég var vafrandi um á YouTube, og það gaf mér svona fyrstu hugmyndina á því að gera greinina um þetta.
[youtube]http://youtube.com/watch?v=qAh2VQJvjfY
Þetta er úr fyrstu myndinni, Föruneyti Hringsins, og eftir að hafa hlustað á þetta var ég bara „obsessed“ við þessi soundtracks. Að mínu mati er þetta lang besta tónlistin sem hefur einhvertíman verið notuð í einhverri bíómynd, en það er ekki það sem ég er að fara að tala um. Þetta tóndæmi er gott dæmi um Miðgarð, hvernig land þetta er og hvernig það myndi verða ef að óvinurinn Sauron skyldi verða sigraður.
When the cold of winter comes
Starless night will cover day
In the veiling of the sun
We will walk in bitter rain
But in dreams
I can hear your name
And in dreams
We will meet again
When the seas and mountains fall
And we come to end of days
In the dark I hear a call
Calling me there
I will go there
And back again.
Ég veit ekki alveg hver syngur þetta, en þetta er mjög vel sungið og textinn er mjög fallegur og passar mjög vel inn í ímyndunina um að þetta sé um Miðgarð meðan engin ill öfl væru til.

Hérna er annað myndband sem sýnir tónlistina úr öllum köflunum úr myndinni Tveggja Turna Tal.
[youtube]http://youtube.com/watch?v=kl5vneMMWsM&feature=related
Tónlistin í þessu myndbandi byrjar á því að lýsa hvað er í gangi, og getur maður heyrt að eitthvað slæmt sé í gangi, en einmitt á þessu augnabliki er Fróða að dreyma um dauða Gandalf. Þetta myndband lýsir kannski aðeins betur því sem ég var að útskýra áðan, það er hægt að sjá skjáskot úr myndinni úr þeim köflum sem var að gerast á meðan sú tónlist var í gangi.

Svo ætla ég loksins að sína myndband, samlíkjandi fyrra myndbandinu um Tveggja Turna Tal, nema þetta er úr 3. og seinustu myndinni í tríóinu Hilmir Snýr Heim.
[youtube]http://youtube.com/watch?v=I_T-GpdQInQ&feature=related
Mér fannst tónlistin passa mjög vel inn í kaflanna í þessari mynd, og komu t.d. mjög góðir kaflar með tónlist sem var þá mjög vel gerð fyrir umhverfið, „Minas Morgul“, „Twilight and Shadow“, „The Fields of Pelennor“ og svo „The Grey Havens“. Tónlistin var frekar frábrugðin fyrru myndunum, en það má vera vegna þess að Tveggja Turna Tal notaði nánast sömu tónlist og í fyrstu myndinni.
Í myndunum var tónlistin alltaf eins og fyrr nefnt var „tilfinningasöm“ og maður fann fyrir „spennunni“ sem var að gerast í myndinni og „umhverfi“ Miðgarðs. Tónlistin gæti haft áhrif á margar aðrar kvikmyndir sem fram munu koma með komandi árum, og vona ég innilega að hún verði jafn góð, ef ekki betri í væntanlegri mynd um Hobbitann, en ég held að hún muni líkjast aðeins meira við Föruneyti Hringsins, eða allavega tónlistina sem var notuð á meðan þeir voru enn í Héraði.

Vona an lesturinn hafi verið ágætur og fólk hafi lesið sér eitthvað nýtt inn. Ég gerði þessa grein einnig til þess að skapa nýar umræður á þetta áhugamál og þá um tónlistina, mér finnst vanta dáldið mikið um hana hérna.
Ef einhver annar en Howard Shore hefði samið tónlistina, gætu myndirnar jafnvel hafa verið miklu verri, og efast ég um að einhver gæti hafa samið betri tónlist fyrir myndirnar heldur en meistarinn sjálfur Howard Shore. Howard vann heilan helling af verðlaunum fyrir allar myndirnar, og vona ég að hann standi sig vel ef hann mun gera tónlistina fyrir Hobbitann.
Að lokum ætla ég að henda inn einu öðru myndbandi sem er mjög skemmtilegt að.. ja kannski ekki horfa á en að hlusta á lagið í því :)
[Youtube]http://youtube.com/watch?v=prZ4RWWku7Y