Tónlistadiskurinn Bilbó eftir Pär Lindh og Björn Johanssen. Ég keypti þennan disk fyrir tveimur árum síðan og hef nánast hlustað á hann stanslaust síðan.

Hann er eftir tvo sænska menn,þá Pär Lindh og Björn Johanssen.
Þeir eru semsagt að semja og spila lög uppúr Hobbitanum og fara alveg eftir sögunni. Þeir spila á allskonar hljóðfæri og eru svo með allskonar hljóð til að maður sjái söguna betur fyrir sér.

Björn Johanssen spilar á klassískan gítar, rafmagnsgítar og sliding gítingar, bassa, básúnu, hörpu og munnhörpu og fiðlur.
Pär Lindh spilar á kirkju orgel, píanó, bassapíanó og allskyns tölvu tónlist. Einnig er hann líka með trommurnar.

Með þeim eru svo tvær konur. Önnur, Magdalena Hagberg sem sér um söngin og hin heitir Anna Schmidz og spilar á þverflautu.

Þetta er snilldar diskur með hálfgerðri ævintýratónlist og maður getur séð alla söguna fyrir sér þegar maður heyrir lögin í réttri röð.
Diskurinn er 60,05 minútur.

1. The Shire
2. Gandalf the magican
3. songs of the dwarfs
4. Rivendell
5. The dark cave
6. Running towards the light
7. Uncomfortable seats
8. In Beorns garden & Beorns walks to Carrock
9. Mirkwood
a) Mirkwood
b) In the Pallace of the Elven King
c) Barrel ride
d) Laketown fuge
e) The Return of the King
10. Smaug
11. Roäcs tale
12. The battle of the five armies
13. Thorins funeral
14. Afterture
15. Shire song

Lögin öll í sinni réttu röð.

Ef ské kynni að einhverjum myndi langa í þennan disk, þá keypti ég hann í Skífunni.
“You can go with the flow”