Það verður að viðurkennast, og gerir það ljúflega, að LOTR1 er mjög góð mynd, skemmtileg og vel gerð. Þó er myndin ekki án galla.
Ég er búinn að sjá myndina tvisvar.
Strax í fyrra skiptið tók ég eftir því að tæknibrellurnar, sem hér hafa verið lofaðar í hástert, voru almennt mjög góðar en þó var á um það bil 4-5 stöðum í myndinni sem ekki hafði verið gáð nægilega vel að því að gæta samræmis milli forgrunnar og bakgrunnar, einnig var í einu samtali Frodo og Gandalf á Bag End galli á samsetningu þegar báðar persónurnar voru í mynd í einu (þar sem það er tekið upp í tvennu lagi vegna stærðarmunar persónanna). Að öðru leiti voru brellurnar til fyrirmyndar og hefðu sómað sér með stakri prýði í mynd sem hefði eigi verið jafn grandskoðuð og þessi.
Ég hef ekki lesið bækurnar og var því ekki fullkomlega kunnugur sögunni þegar ég sá myndina í fyrra skiptið en tók eftir því að sagan sjálf hentar ekki vel til frásagnar í A-mynd, þar sem ferðalagið skiptir bara OF miklu máli, þó komast handritshöfundarnir mjög vel frá því og eigi hrós skilið.
Í seinni umferð sá ég hvurnig sett eru af stað mörg plott (um það bil tíu eða fleiri) sem eru ekki kláruð (gott dæmi er ástarsamband Aragorns og Álfaprinsessunnar) þótt þessi plott verði kláruð í síðari myndum og ekki verði hjá þessu komist er þetta eitt af einkennum B-myndar.
Hér dró ég fram hina slæmu þætti myndarinnar sem er smávægilegir þegar litið er á heildarmyndina af myndinni. Myndinni til sérstaks hróss vil ég nefna leik Elijah Wood sjaldan hefi ég séð annan eins snildar leik, að maður tali nú ekki um hjá jafn lítilreyndum leikara, aðrir leikarar standa sig einnig vel, tónlistin sómar sér vel og allir aðstandendur eiga hrós skilið.
Að lokum vil ég segja að mér fannast myndin stórkostleg og fjærri því að vera B-mynd, hún er ein af fjórtán beztu myndum sem ég hefi séð. ég vildi bara aðeins hrista upp í mönnum og vekja til umhugsunar.