Ég hef undanfarna daga verið að fylgjast með stjörnugjöfinni á imdb.com (Internet Movie Database). Gaman að sjá LotR þjóta upp top 250 listann þar. Fyrir 3 dögum var hún kominn inn á listann og í 74 sæti, í fyrradag var hún komin í 53 sæti, í gær var hún í 31 sæti og þegar ég kíkti í dag var hún komin upp í 6 sæti. Þannig að fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.

Síðan er einnig gaman að skoða www.rottentomatoes.com, þar sem er yfirlit yfir alla helstu kvikmyndagagnrýnendur á vefnum. Þar höfðu birst 87 gagnrýnir um LotR og voru 84 jákvæðar, en 3 neikvæðar.
Það var svolítið gaman að lesa eina af þessum neikvæðu greinum, þar sem lesendum gafst kostur á að senda inn eigin gagnrýni. En í stað þess að gagnrýna myndina, voru flestir að gagnrýna gagnrýnandan :)

Hér eru tenglarnir á LotR á imdb.com og rottentomatoes.com:
http://us.imdb.com/Details?0120737
http://www.rottentomatoes.com/movie-1108476/

Hér er ein neikvæð :):
http://sandiego.citysearch.com/profile?fid=22&id=246190