Nú í morgunn þann 19. desember klukkan 7:00 þá las ég setningu sem hljómaði svo: “Well, I´m home,” he said.
Í nótt þá byrjaði ég að lesa The Lord of the Rings um klukkan hálf fimm og ég lauk lestrinum ekki fyrr en, eins og fyrr segir, klukkan 7:00. Á einum og hálfum klukkutíma las ég 41 blaðsíðu. Ég ætlaði að segja það gott þegar ég hafði lesið 20 blaðsíður en eitthvað keyrði mig áfram til að lesa, lesa þar til ég væri búinn að lesa alla bókina, og ég gerði það.
Á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa síðan í byrjun september hef ég verið að lesa í The Lord of the Rings og nú hef ég lokið við bókina, og hvernig líður mér? Mér líður eins og ég hafi verið mitt í föruneytinu á leið sinni um Middle-Earth. Mér líður eins og ég hafi verið einhver ósýnileg vera sem fylgdi ferðum hobbitana, Gandalfs, Aragorns, Gimli, Legolas og Boromir. Svo vel er þessi bók skrifuð að þegar hún er lesin þá lifnar hún við í huga þess sem les hana. The Lord of the Rings er besta bók sem að ég hef nokkurn tímann lesið og ég held að bókin haldist í fyrsta sæti þar til ég dett niður dauður með bókina í höndunum eftir að hafa lokið við að lesa bókina í hinsta sinn.