Fellowship of the Ring er 3.persónu action/adventure leikur þar sem þú spilar sem hobbitinn Frodo Baggins, það sem hann byrjar sína hættulegu för við að eyða Hringnum Eina. Frodo ferðast í gegnum átta stór borð(comprised of about twenty-four sub-levels(veit ekki hvernig á að þýða)), hann mun byrja í The Shire, gegnum The Old Forest, hvílast á the Prancing Pony í Bree, berjast við Nazgúlana á Weathertop, hitta álfana í Rivendell, ferðast í gegnum hinu ógnarlegu námur Moria, njóta fegurðar Lothlórien, og að lokum komast að ánni Anduin.

Þótt leiknum sé skipt í borð(levels) ertu nokkuð frjáls ferða þinn og getur nokkurnveginn hvað sem þig lystir. Ef þig langar til að vera að hlaupa um og drepa skrímsli geturu gert það, en ef þú villt komast áfram í hinni hættulegu för(eyða hringnum eina) verður þú að tala við einhverja og gera verkefni.

Hvert borð mun vera nokkuð stórt, hvert um ½ eða hálf míla til að kanna. Einnig, þótt þetta séu svona stór borð, verður „load time“ ekki mikið, þökk sé DVD tækninni. Einu skiptin þegar þú munt taka eftir „loading“, verður þegar myndbönd eru að hefjast(mjög ánægður yfir þessum eiginleika).

Þegar að þú lítur í hægra honnið uppi á skjánum muntu sjá hring þar sem er sýnt „lífið og anda kraftinn“ manns, þú notar anda krafta í bardögum. Vinstra meginn uppi í horninu verða þrjú tákn; Efsta verður fyrir rúnir, sem eru svona nokkurn veginn galdrar sem þú getur notað til að lækna þig, búa til eldvegg, gera skjöld í kringum þig o.fl., miðju táknið verður fyrir hlutina sem þú ert með, sem verða hlutir eins og læknandi herbs og kannski einnig hringurinn eini, neðsta táknið mun vera til að kalla á einhvern í föruneytinu eða eitthvað álíka(náði þessu ekki alveg). Síðan er talað um að bæta við korti á skjáinn, en það er ekki ákveðið.

Frodo mun byrja einn í The Shire en mun hitta hina meðlimi föruneytisins á leið sinni. Þú hefur líka þann möguleika að kalla á meðlim til að hjálpa þér þegar þú ert í hættu, en til að kalla á meðlim þarftu að fórna einhverjum spirit points og það fer eftir hvern þú kallar á hvað þú þart að nota mörg points.

Sá sem skrifaði textann prófaði aðeins demo en þá byrjaði hann í The Old Forest og Frodo sást hlaupandi um að slást við köngulær og kanna skóginn. Í skóginum voru laufin fjúkandi á jörðinni meðan loftið var fullt af fljótandi ryki og það heyrðist í litlum í læk fljótandi í skóginum í fjarska(örugglega mjög flott).

Það sást líka að Moria var miklu óöruggara þar, Frodo sást hlaupandi á litlu svæði nálægt fljótandi hrauni með rauðri þoku sem var í kringum stein brúnna sem var yfir hraunið.

Það gat verið erfitt að sjá sjá alla nákvæmnina sem var lögð í að gera Frodo, en þegar það var horft í 1.persónu sást greinilega að mikil vinna hafði verið lögð í hobbitann. Hárið á fótunum var á sínum stað og hann var klæddur eins og hann ætti að vera. Auðvitað er allt annð líka eins vandað, þegar Aragorn byrtist er hann skítugur og augljóslega ekki einhver sem mun verða konungur í framtíðinni : )

Þar sem að þetta er tölvu leikur hlýtur að vera erfitt að fylgja bókinni 100% en þeir eiga víst að vera mjög heyðarlegir þegar það kemur að því og gera það mjög vel(er sagt, ég hef enga hugmynd um þetta).

Þar sem Tolkien lagði mikla áheyrslu á landslagið og fólkið í heiminum er það það þægilegt fyrir teiknarana þar sem lýsingin er öll í bókinni.

Þar sem Frodo þarf að ferðast í gegnum hvert einasta svæði í bókinni, verða flestar aðal persónurnar í leiknum. Tom Bombadil verður, einnig Old Man Willow atriðið. Glorfindel mun einnig sjást, sem eru góðar fréttir fyrir þá sem urðu órólegir yfir því að þeim var sleppt í myndinni. Talandi um myndina þá verður leikurinn 100% byggður á bókinni og tengist á engann hátt myndinni.

Ég held að þessi leikur verði mjög vel gerður og trailerinn sem kom út var mjög flottur en það að gera Frodo Baggins að einhverjum Steven Seagal er mjög slæmt og ef hann verður að drepa heilu herjana af orkum verð ég ekki mjög ánægður.

Dreifiaðili: Sierra

Framleiðandi: WXP Inc.

Gerð: Action

Kemur frá: Bandaríkjunum

Fjöldi spilara: 1

Útgáfudagur: Snemma 2002

Þessi leikur er fyrir X-box en ég vona að hann komi líka í PC.

ATH Nánari upplýsingar <a href=http://www.avault.com/cheats/getcheat.asp?game=lordring>hér<a/