Lord of the Rings:The Fellowship of the Ring Nú kemur ýtarleg lýsing á því hvernig hin heilaga stund fór fram:

Þetta byrjaði allt á því að 2.des stóð ég fyrir utan Nexus í 3 og ½ klukkutíma eftir því að kaupa miða á Nexus forsýninguna sem var 10.des. Eftri langa bið fékk ég loksins miðann.

Ég mætti í Laugarásbíó í góðum fíling(10.12.2001), með vinum mínum wappa, smokey og norirules. Við byrjuðum á því að fylgjast með fólkinu sem var að spila Lord of the Rings spilið, ég skoðaði einhverjar bækur og við nældum okkur í helling af kóki og poppi(sem var frítt), en ég fékk mér ekki Pizzu. Margir voru mættir í búningum þarna og mikil stemning á staðnum. Þegar kom að því að sýningin myndi hefjast fór fólkið að koma sér inn í salinn og ég reyndi að sytja eins þægilega og ég gat(fékk ágæt sæti). Ég sá fólk frá Skjá 1 og Norðurljósum sem voru eitthvað að taka myndir o.fl. Þegar allir voru mættir í salinn voru Nexus menn með smá kynningu og eftir smá tíma byrjuðu auglýsingarnar.

Þá sáum við nýjan trailer úr Austin Powers, Vanilla sky, Star Wars:Episode 2 og fleiri trailera. Eins og ég sagði var mikil stemning og það var klappað eftir öllum trailerunum(nema Vanilla Sky).

–Ef þú hefur ekki séð myndina skaltu koma þér í burtu áður en freysting verður of mikil–

Loksins byrjaði myndin:

Hún byrjaði á þegar það er sagt frá sögu Hringsins (atriðið þar sem er verið að berjast við Sauron er geðveikt(fékk fiðring í magann)) og sýnt er þegar Isildur sker hringinn af Sauron og hvernig hringurinn kemsti í hendurnar á Gollum og síðan til Bilbo. Afmælisveisla Bilbo er mjög flott og allt lítur vel út. Ég bjóst ekki við svona miklum áhrifum frá Gandalf þegar Bilbo kallar hringinn Precius, allt var dimmt og Gandalf sýndist stærri og Bilbo varð drulluhræddur. Mér fannst mjög slæmt að á sömu mínútu og þeir mæta Nazgúlunum í 2. skiptið eru þeir komnir í Bree.

Þegar það er ráðist á Hobbitana fjóra uppi á Weathertop er mjög flott og geðveikt hvernig Aragorn kemur á seinustu stundu (reyndar aðeins of seint). Þegar að Arwen kemur inn í dæmið er ég ekki nógu ánægður og mér fannst Liv Tyler vera sú lélegasta í myndinni. Í Rivindell er allt eins og ég hafði ýmindað mér það og þegar ráðstefnan á sér stað er snilld hvernig Merry og Pippin koma og segjast ætla að koma með og spyrja hvert förinni sé heitið(ha ha ha). Ráðstefnan er mjög góð sena og þá kynnumst við loksins Boromir, Legolas og Gimli.

Það er sniðugt þegar að þeir eru að ganga í snjónum á Caradhras, hvernig Legolas er gangandi á honum meðan hinir er í kafi. Parturinn í Moria er algjör SNILLD og ógeðslega vel gerður og ég bjóst ekki við svona góðu en…..DJÖFULLINN SJÁLFUR, þetta var svo flott. Þegar Gandalf dettur niður, er eitt besta atriði í kvikmyndasögunni: allt hljóð fer, Gandalf að sökkva djúpt í myrkrið og Frodo öskrar á eftir honum.

Flest allir léku mjög vel í myndinni og mun ég fara nánar í það seinna. Lórien var ekki alveg eins og ég hafði búist við, but what the hell. Það var líka áhugavert að sjá hvernig Isengard breyttist frá gróðugum og fallegum stað yfir í ljótann, fullan af viðbjóðslegum orkum. Lurtz var geðveikt cool og þegar hann var drepinn af Aragorn, rétt eftir að hann fór illa með Boromir, var mjög tilfinningaríkt atriði.

Allir sem léku einhvern í föruneytinu stóðu sig vel en nú ætla ég að fara í gegnum frammistöðu flestra leikaranna:

Sir Ian Mckellen(Gandalf) stóð sig frábærlega og Mckellen var bókstaflega Gandalf. Mckellen stóð sig svo vel að ég er að velta því fyrir mér að láta hann í staðinn fyrir Al Pacino á topp listanum, en annars er sjón sögu ríkari og ég held að flestir séu sammála mér að enginn annar hefði getað gert þetta betur en hann.

Elijah Jordan Wood(Frodo) kom mér mikið á óvart því áður hafði Elijah Wood verið listanum mínum, sem skartar Will Smith, Chuck Norris o.fl. Hann lék svo vel að ég fékk næstum því áfall.

Viggo Mortensen(Aragorn) var nákvæmlega sami harðjaxl og einfari og Aragorn er í bókunum. Hann lék vel og ég er ánægður með hann.

Sean Bean(Boromir) stóð sig mjög vel sem Boromir og Sean gerði þetta á meistaralegan hátt.

Sean Patrick Astin(Sam) fór á kostum og kom mér á óvart, hann náði alveg þessum djúpu tilfinningum sem voru milli hans og Frodo og það var ótrúlegt hvernig hann náði að leika þetta. Vináttan sást í myndinni og þá má nefna þegar Frodo var stunginn af tröllinu hvernig Sam brást við og að Sam “synti” á eftir Frodo þegar hann var að fara(hann vildi alls ekki að Frodo færi frá honum).

Orlando Bloom(Legolas) lék vel og náði þessum álfatöfrum mjög vel, annars skarar þessi leikari ekkert svo mikið fram úr, annað en hann hefur skemmtileg áhugamál (snjóbretti, fallhlífastökk og teyjustökk).

Jonathan Rhys-Davies(Gimli) lék frábærlega og var mjög skemmtilegur sem dvergurinn Gimli. Það skemmtilegasta var að heyra hann tala(snilld).

Dominic Monaghan(Merry) og Billy Boyd(Pippin) stóðu sig mjög vel og léku bara á snilldar hátt og voru mjög fyndnir.

Liv Tyler(Arwen), það er bara eitthvað í þessari konu sem mér líkar á engan hátt ekki, ég var ánægður með hana en hún lék verst í myndinni af öllum(ekki léleg bara lélegust).

Sir Ian Holm(Bilbo) lék á snilldar hátt og ég lofa þessum manni öllu góðu. Hann lék Bilbo alveg eins og ég hafði ýmindað mér hann og þessi leikari stóð sig mjög vel.

Hugo Weaving(Elrond) var frábær, nema fyrsta línan hans sem hann sagði við rúmið þegar Frodo var að vakna. Annars var hann mjög góður, sérstaklega í stríðsatriðinu. Hvernig maðurinn talar er þvílík snilld.

Catherine Elise Blanchett(Galadriel) hún var ekki nógu góð(finnst mér), ég veit ekki hvað það var sem mér fannst slæmt. En þó mér hafi fundist tveir aðal leikkonurnar lélegar, ekki halda að ég sé með einhverja fordóma.

Síðast en ekki síst fór Peter Jackson á snilldar hátt með gerð myndarinnar og ég man nú voða lítið eftir atriðinu hans, hann var á Prancing Pony í Bree að drekka sig fullan(ef ég man rétt). Hann leikstýrði svo vel að ég lít nú á hann sem guð(ásamt Tolkien). Tæknibrellurnar voru líka mjög góðar og bardaga atriðin flott.

Einu lokaorðin eru þau að þessi mynd er sú besta allra tíma(nema að The Tow Towers eða Return of the King verði betri) og ég vill biðjast afsökunnar á öllum villunum í textanum, því ég nennti ekki að lesa þetta aftur yfir.

Hún fær hiklaust ****/****(fullt hús)