Þessi grein er ekki um þessa merkilegu mynd sem að ég sá í gær. Bara að hafa það á hreinu.

Ég var að labba heim um daginn og byrjaði að hugsa um það hvaða persónur úr föruneiti hringsins væru nú skemtilegastar og flottastar. Þetta er listinn eins og að mér fynst að hann ætti að vera.

1. Gimli son of Glóin - Mér fynnst hann flottastur af því að það er eithvað í skapgerð hans sem að höfðar til mín. Hann segir allt hreint út og stendur fast á sínu. Samt er hann með nógu opinn huga til að skipta um skoðun af og til og hann er ekki fordómafullur. Hann og Legolas eru líka einstaklega vel skrifaðir sem vinir en samt andstæður á móti hvor öðrum.

2. Frodo Baggins son of Dorogo - Þetta er bara svo frábærlega skrifuð persóna. Það er alveg merkilegt að sjá presónuleikann breitast og dýpka eftir því sem að líður á söguna og nær dregur Mt. Doom.

3. Aragorn son of Arathorn - Hann er cool. Það er næstum því það eina sem segja þarf. Ef þið viljið vita af hverju mér fynst hann vera cool lesið þá greinina sem að ég skrifaði um hann fyrir nokkrum vikum.

4. Gandalf the Gray - Nú fékk öruglega einhver áfall. Gandalf í fjórða sæti. Þið viljið öruglega öll skipta honum út fyrir Gimla, en þetta er minn listi og Gandalf er hér af því að það var ekki pláss ofar og það er erfit að velja og hafna.

5. Merryadoc Brandybuck - Fyrir að hafa stungið ringwraith king í fótinn og sagt þessi ódauðlegu orð þegar að hann vaknaði úr dauðadái: “I´m hungry, what time is it.”

6. Peregrin Took - Fyrir að vera minnst soldier of Gondor og geta lagst í sólbað og reykt pípu í rústunum á Isengard.

7. Legolas - Fyrir það að vera álfurinn í grúpunni og skjóta óvinum sínum alltaf ref fyrir rass eða ör í hjartað.

8.Samwise Gamge - Það er meira í þessum dreng en hann ber utan á sér. til dæmis óbilandi viljastyrkur, húsbóndahollusta og bjartsýni. Blandað saman við smá Heilbrigða Hobbita skynsemi og matarlyst. Þetta gerir óhjákvæmilega hinn fullkomna ferðafélaga.

9. Boromir son of Denethor heir of the stewards of Gondor - He he ég er alveg að flippa út á titlunum hérna. Allavega, þrátt fyrir að vera svo stoltur að það jaðrar við hroka, fordómafullur af og til, þröngsýnn og ekki allt og vitur þá hefur hann upp á margt að bjóða. Hann er einn af bestu herforingjum í Gondor. Hann er heiðarlegur og sterkur og góður stríðsmaður. Það var mjög sorglegt en samt alveg við því að búast að hann myndi fyrstur falla undir álög hringsins.

Jæja þetta er listinn eins og ég set hann upp. þið hafið eflaust aðrar skoðanir en ég og þið hafið líka fullan rétt á því.
Látið ljós ykkar skína.

Elen síla lúmenn' omentielvo!
Lacho calad, drego morn!