Harry Potter samanborið við Tolkien Greinin sem þið eruð að lesa fjallar ekkert um bíómyndirnar(sem mér finnst fá of mikla athygli á þessu áhugamáli).

Þessir tveir heimar togast milli aðdáenda, og það verður sennilega seint skorið úr um hvor þeirra sé “skemmtilegri” eða “betri”(hvernig svosem hægt er að skilgreina það).

Hinsvegar ætla ég að bera þetta tvennt saman.(Kannski takið þið eftir óhlutdrægni, þá verðið þið bara að taka tillit til þess. Ég get ekki skorið úr um sjálfur hvort þessi eða hinn hlutur sé dæmdur rétt eða ekki.)

Harry Potter. Höfundur J. K. Rowling

Þessi heimur er til alls vís, hin ótrúlegustu kvikindi leynast í honum. Þó eru til drekar, einhyrningar o.s.fr. sem við könnumst öll við en þó ekki eins margar verur og í heimi Tolkiens. Þessi heimur snýst um galdra, og galdraöflin í heiminum. Ekki eru til æðri öfl s.s. sjávarguðir, landguðir og þessháttar verur. Hann er að mörgu leyti mennskur og byggist mjög á mennsku hugarfari og uppbyggingu. Ekki er til mikill söguþráður sem kemur ekki fram í bókunum, þar sem fjallað er um t.d. upphaf og uppbyggingu þessa heims né endalok og uppgjör. Persónurnar virðast vera í lausu lofti gerðar, þó svo að J.K.Rowling hefur örugglega hugsað sér æsku þeirra eða fæðingu, ættartölur þeirra o.s.fr. Ættfræðin fær heldur ekki mikið pláss, heldur virðist vera sem sögupersónurnar séu að einhverju leyti ódauðlegar(ath. ég sagði virðast vera.) Hinsvegar eru þessar bækur mjög vel skrifaðar, og ég held að það sé hluturinn sem veldur þessum gríðarlegu vinsældum. Aðalsögupersónurnar eru börn, og þessvegna er stílað á að þetta séu barnabókmenntir þó svo að aðdáendurnir séu á býsna fjölbreyttu æviskeiði. Eins og í svo mörgum öðrum Sci-Fi Fantasy bókum er þarna mikil barátta milli góðs og ills. Og “bónusinn” á bak við þetta allt er ljóta andarungasagan við höfundinn. Hún var einstæð móðir með 3 börn, bláfátæk og byrjaði skyndilega að skrifa uppúr sér á kaffihúsi nokkru. Fljótlega breyttist þetta í bók, sem fékk gríðarlegt lof aðdáenda eftir að hún hafði barist við að fá einhverja útgefendur til að koma þessu á prent. Þeir sem neituðu sitja núna eftir með sárt ennið að velta því fyrir sér afhverju þeir hafi ekki leyft þessu að rúlla í gegn.




Heimur Tolkiens(Ekkert gott nafn sem þetta hefur?) Höfundur J.R.R. Tolkien.

Margir segja að þessi höfundur sé kóngurinn í þessum efnum. Þessi gamli afalegi maður með pípu í hendinni hefur samið uppúr sér gríðarlegt efni sem fjallar allt um sama heiminn og sömu persónurnar á sinni ævi, þó svo að hans frægustu verk séu LotR og Hobbitinn.

Þessi heimur er miklu miklu stærri yfirlits, og mun nákvæmara er farið ofan í ættartölur, atburði sem höfðu keðjuverkun á atburði síðar meir og staðhætti. Hann lét eftir sig rúmar 60.000 blaðsíður af skrifðuðu efni um Miðgarð og Amanland svo af nógu er að taka þegar rætt er um þessi mál.
Í þessum heimi eru drekar, álfar, orkar o.s.frv(sem þið getið lesið ykkur um í öðrum greinum)og dauðlegir menn(Atani). Mennirnir skipta ekki eins miklu máli og í Harry Potter. Að vísu er ekki gert lítið úr þeim með því að bera þá saman við álfa eða vitka, þvert á mót stendur í Silmerlinum að þeir hafi mun meina baráttuþrek og hugrekki en álfar.
Tolkien var eins og fæddur í þetta hlutverk, að skrifa bækur því frá blautu barnsbeini var hann farinn að lesa sér til um íslendingasögurnar(öfugt við J.K. Rowling).
Til er á netinu alfræðiorðabók sem hefur að geyma nærri alla hluti, dýr, persónur og staðarhætti sem Tolkien skrifaði um. Ég er viss um að ef þetta sama væri gert við heim Harry Potter yrði sá listi ansi snautlegur miðað við hinn. Er það af því að J.K.Rowling er ekki búin að skrifa lengi,eða hafa tímarnir breyst? Tolkien lifði mjög í fortíðinni, öfugt við Harry Potter sem gerist á sama tíma og við lifum í. Verk Tolkiens eru hinsvegar tímalaus, gætu alveg eins gerst í framtíðinni(þó að þetta gerist í öðrum heimi.) Rétt eins og Albert Einstein sagði: “Ég veit ekki hvernig 3. heimstyrjöldin verður, en sú fjórða verður háð með lurkum og grjóti.”

Takk fyrir lesturinn
Hvurslags.