J.R.R. Tolkien fæddist þann 3. Janúar 1982 í bænum Bloemfontein í Suður Afríku. Foreldrar hans Mabel og Arthur sem voru bresk unnu í banka. Árið 1895 fór fjölskylda hans til Englands án föður hans sem varð efftir. Hann dó skyndilega í Febrúar 1896. Fjölskyldan settist að í bænum Sarrhole nálægt Birmingham. Seinna vakti þetta þorp upp hugmyndina um Hérað. Árið 1900 fékk hann inngöngu í skólan “King Edwards VI school” en þurfti seinna að hætta í honum vegna peningaskorts. En náði að komast aftur inn í hann árið 1903. Hann og bróðir hann og bróðir hans Hilary fóru fyrst til frænku þeirra og seinna í heimavistarskóla. Þar varð Tolkien ástfanginn að konu að nafni Edith Mary Bratt. Hún var að annari trú og 3. árum eldri en hann svo samband þeirra varð leynilegt. Þegar upp komst var hún sent til frænda síns og þeim var bannað að hittast. Árið 1911 fór Tolkien í Oxford Háskóla þar byrjaði hann á sögunum sem seinna sköpuðu Silmerillin. Eftir að hann útskrifaðist úr skólanum gekk hann í herinn og barðist í
Fyrri Heimstyrjöldinni. Áður en hann fór í stríðið giftist hann Edith Mary. Í stríðinu varð hann veikur og var sentur á spítala. Á spítalanum kláraði hann sögurnar úr Silmerillinum. Árið 1918 fæddist hans fyrsti sonu John Francis Reul Tolkien. Eftir stríðið fluttu hann og fjölskyldan til Oxford þar sem hann varð prófessor. Þar vann hann meðal annars í hinni frægu orðabók sem Oxford háskólinn gefur út eða “The Oxford English Dictionary”. Á þessum tíma fæddist 3. börn í viðbót Michael, Christopher og Priscilla. Árið 1928 meðan hann var að fara yfir ritgerðir sá hann autt blað. Á þetta blað skrifaði hann “In a hole in the ground there lived a hobbit”. Út frá þessari setningu spratt Hobbitinn. Árið 1937 var Hobbitinn gefin út að ráði drengs að nafni Raynor Unwin sem var sonur útgáfustjórans. Þegar útgáfustjórinn bað um aðra hobbitasögu lét Tolkien útgáfustjórann fá Silmerellin en henni var hafnað. Þá byrjaði hann að vinna að sögunni sem seinna yrði Hringadróttinssaga. Hún varð fyrst tilbúin árið 1947, en endanlega kláraðist hún árið 1949. Það tók hann 14 ár að skrifa söguna en þegar hann lét útgáfustjórann loksins fá hana var henni hafnað. Þegar Raynor Unwin frétti þetta vildi hann að sagan yrði gefin út þó að það þýddi að fyrirtækið myndi tapa á henni. Henni var skipt í 3. parta: The Fellowship Of The Ring, The Two Towers og The Return Of The King. Seinasta bókin var gefin út 1955 og varð sagan fljótt metsölubók. Þegar hún var endurútgefin 1965 var hann beðinn um að skrifa enn eina bók. Hann byrjaði að vinna á Silmerellinum aftur. Það mundi taka afgang lífs hans. Lotr eignaðist marga aðdáendur. Hann fékk þúsundir bréfa allstaðar úr heiminum. En honum líkaði ekki frægðin og hélt sig alltaf í hæfilegri fjarlægð frá sviðsljósinu. Það var sagt að það væri auðveldara að fá viðtal við forsetisráðherran en Tolkien. Árið 1971 lést konan hans Edith. Og varð hann mjög sorgmæddur. Snemma 1973 fékk hann verðlaun frá Elísabetu Drottningu sem kallast The Order Of The British Empire, þetta er nafnbótin á undan Sir. Hefði Tolkien
lifað lengur hefði hann líklega verið aðlaður. En seinna á þessu ári 2 september 1973 Lést John Ronald Reul Tolkien 81 ára að aldri.


"I am in fact a hobbit in all but size.
J.R.R. Tolkien


En plís enga pósta um stafsetnigarvillur og þannig