Áhættuatriði, hestar og förðun Áhættuatriði

Í hinum mikla hasar sem fylgir The Lord of the Rings þarf að gera þau mjög vel og ég held að George Marshall Ruge hafi tekist það vel, hann er sá sem sér um áhættuatriðin. Þeir bjuggu ekki aðeins til geðveikt flott bardagaatriði og skilmingaratriði, heldur unnu með leikurunum og áhættuleikurunum við að halda jafnvægi á háum klettum, klifra upp kastalaveggi, detta út bátum og fara á ógnar haraða í gengnum skóga á hestbaki. Það sem er sérstakt við áhættuatriðin í þessari mynd er það að það eru svo margar persónur og hver með sinn bardagastíl. Þannig að það hlítur að hafa verið erfitt að gera stóran bardaga með mismunandi stærðum af tegundum og hver með sinn bardagastíl.

Hestar

Áhættuatriðin í Lord of the Rings þarfnast ekki aðeins góðra áhættuleikara heldur líka hesta. Við tökuna eru notaðir meira en 250 hestar, sumir af þeim eru sérstaklega þjálfaðir. Það eru þessir 70 hestar sem flytja meðlimi föruneytisins í Fellowship of the Rings á milli á Middle-Earth. Meðal þeirra eru 5 „mini-hestar“ sem eru sérstaklega gerðir fyrir hobbitana, og tveir Andalusians sem gera Shadowfax að raunveruleika.

Förðun

Peter King og Peter Owen vinna í mjög mikilli samvinnu við Peter Jackson þegar búið er til útlit persónanna í myndinni. Þeir eyða löngum tíma í að spá í litinn, gerðina, lögunina, lengdina,hárkolluna o.fl. Hver einsti leikari í myndinni er með hárkollu, sérstaklega búna til fyrir þeirra persónu og tegund. Hárkollunar eru síðan festar svo vandlega á, að mannsaugað á ekki að geta greint það. Hver hárkolla varð líka að vera þveygin og greidd eins og þetta væri hár einhverri manneskju. Í þokkabót við hverja förðun sem persónurnar fá, verður förðunarmaðurinn að gera skít, blóð, sár og ör í samræmi við hvernig og hvar persónan er í myndinni.