Leikur frá Sierra. Ég veit ekki hvað það eru margir hérna sem hafa áhuga á þessu en here goes nothing.

Nú eru þeir hjá Sierra byrjaðir á leik fyrir X-box leikjatölvuna.

Leikurinn Fellowship of the Ring er þriðju persónu action/advebture leikur. Í leiknum spilar þú sem Fróði og takmark þitt er eins og í bókinni að eyða hringnum eina. Í leiknum verða átta major svæði og inn á þeim verða 24 minni svæði. Það verður allt eins og í sögunni, þú munt hvíla þig á Fáknum Fjöruga, berjast við Nazgúlana á Vindbrjóti, sjá fegurðina í Lothlórien og mæta hryllilingnum í Moría.
Þótt leiknum sé skipt niður í “borð” þá þarftu ekkert að spila þau frá a-ö. Þú getur leikið þér og hlupið um og drepið skrímsli, en það kemur þér ekkert áfram í leiknum. Til að komast áfram verðurðu að klára verkefni fyrir hina og þessa aðila og koma þannig næsta þátt í sögunni á stað.
Í byrjun er Fróði einn en svo hittir hann Aragorn á Fjöruga Fáknum og hann hittir Gandalf líka ásamt öðrum í föruneytinu.

Eini gallinn við þennan leik er sá að hann kemur út í X-box.
En við verðum bara að bíða og vona að hann komi út á pc.

kv Angelfire