Gimli Hér ætla ég að segja frá mínum uppáhalds persónu og ég vona að þið hafið gaman af:).

Gimli stundum kallaður Gimli álfavinur fæddist árið 2879 á þriðju öld og var hann u.þ.b. 260 ára gamall þegar hann sigldi út í Valaland. Hann var 62 ára þegar Þorinn fór í leiðangurinn til að finna og drepa Smaug og honum fylgdu margir og þeir kölluðu sig Þorinn og félagar en hann var talinn of ungur og fékk því ekki að fara með.

Fór hann með föður sínum til Rivendell vegna brýns máls sem Elrond sagði honum frá og hann gekkst í föruneyti hringsins ásamt átta öðrum.

Á þessari ferð þeirra til að tortíma hringnum uppgötvaði hann gröf Balins frænda hans og barðist við orka í klefa Mazarbul, og hann getur fengið þann heiður að vera einn af mjög fáum dvergum sem sáu Durins bana eða Balroggin sem Gandalf drap að lokum á tindi Zirakzigil.

Eftir þetta fóru þeir í Lothlórien og voru handsamaðir af Haldír og mönnum hans og var hann vægast sagt pirraður í að vera handsamaður af álfum en hann fór aðeins að mýkjast upp þegar hann leit augun á Galadriel og bað hann hana um einn lokk af hennar gullna hári en hún gaf honum þrjú.

Héldu þeir svo til Amon Hen þar sem þeir börðust við grimma Uruk-hai og þoldu mikinn missir, Brormír frá Gondor lést og hobbitarnir Kátur og Pípinn voru handsamaðir af Uruk-hai. Svo að Aragorn, Legolas og Gimli sjálfur fóru í mikla eftirför til að bjarga vinum sínum, þeir hlupu í þrjá án hvíldar og án matar.

Gimli barðist í Hjálsmdýpi þar sem hann barðist hetjulega og vann Legolas í Uruk-hai dráps keppni, Gimli vann hann með einum. Einnig barðist hann á Pelenor fields og í orrustunni við Svarta hliðið eins og dvergum einum sæmir og drap marga óvini.

Eftir stríð hringsins fór hann með marga dverga frá Erebor til Glittering Caves og stofnaði nýlendu og settist þar að. Hann var kallaður “Lord of the Glittering Caves”. Hann varð frægur fyrir vináttu sína við Legolas og það er sagt að þeir hafi farið saman til Ódáinslandanna, Gimli var fyrsti og eini dvergurinn til að fara þangað.