Arthur Reuel Tolkien fæddist árið 1857 og var sonur Joseph Benjamin Tolkien og Mary Jane Stow.
Systkini hans voru Grace Tolkien og Wilfred Tolkien, Arthur Reuel Tolkien giftist Edith Bratt 1891 í Bloemfontein í Suður Afríku.
Lífið var dans á rósum fyrir Tolkien hjónin, Arthur rak banka og var frekar ríkur.

1892 3. Janúar Eignaðist Tolkien hjónin sitt fyrsta barn John Ronald Reuel Tolkien.
Seinna meir eignuðust þau sitt annað barn Hilary Arthur Reuel Tolkien sem átti mun auðveldara með að aðlaga sig að loftinu í Suður Afríku Heldur en John en John átti við veikindi að stríða og það var aðeins einn möguleiki í augum Mabel móðir Tolkiens að fara með drengina sína til Bretlands þar sem mun meiri lyf voru að fá.
Þegar þau komu til Bretlands fóru þau og gistu hjá fjöldskyldu Mabels og það er talið að þess vegna að Tolkien drengirnir hegðuðu sér eins og “sannir” Tolkiens.

Það var ekki auðvelt fyrir Mabel að vera ein í Bretlandi með tveimur drengjum án ástar sinnar og það hlýtur að hafa verið alveg óbærilegt þegar hún frétti að maður hennar hefði látist úr heilablóðfalli, nokkrum mánuðum seinna Fann Mabel hús handa sér og drengjunum í Sarehole sem er fyrir utan Birmingham(það má geta þess hér að það var milla í Sarehole sem John R. R. Tolkien vísaði til “The Great Mill” í Hobbitanum).

Mabel senti John R.R. Tolkien í King Edward's Grammar School sem var mjög góður skóli því fylgdi samt eitt vandamál, skólinn var lengst í burtu frá Sarehole svo þau fluttu aftur en núna til Moseley.

Mabel sem var kaþólikki skipti um trú yfir í strangtrúaða Rómverska kaþólsku sem leiddi til þess að bæði fjöldskylda Arthurs í Bretlandi og fjöldskylda Mabel voru mjög ósátt með þessa ákvörðun og hættu að senda henni pening, það leiddi þó eitt gott af sér þau kynntust presti í kirjunni sem hét Francis Xavier Morgan, þessi maður átti seinna meir eftir að hafa djúp áhrif á John R.R. Tolkien og Hilary Tolkien og gekk þeim í hálfgerðan föðurstað.

Faðir Francis kom John R.R. Tolkien fyrir í St. Phillip's Grammar School sem var kaþólskur skóli sem var mun ódýrari heldur en King Edward's School en stuttu seinna vann John R.R. Tolkien sér inn fyrir styrk og byrjaði aftur í King Edward's School.

Árið 1904 fékk Mabel sykursýki og þú það var sent hana heim með huggunarorðum þá versnaði hún mikið, þetta leiddi til dauða Mabel.
John R.R. Tolkien og Hilary Reuel Tolkien voru orðnir munaðarleysingar, þeim var treyst í umsjá faðir Francis sem hafði alltaf verið þeim góður, og var þeim góður allan þann tíma sem hann sá um þá.

Sendi inn framhald á næstunni
-Enjoy
In pursuit of happiness.