Lord of the Rings - The Two Towers(myndin) Þar sem að ég hef ekki séð neina grein um þessa mynd þá langar mig til þess að gera smá grein um hana, þar sem mér finnst þetta besta LOTR myndin og finnst hún þvílíkt góð, leikstjórnin, tæknibrellur og allt þetta er bara frábært.
Ég tek það fram að það verður eitthvað um spoilera hérna

Myndin hefst á því að við sjáum aftur bardaga Gandalfs við balrogginn úr fyrstu myndinni, nema nú sjáum við hann falla niður af brúnni með balroggnum,
þetta er mjög flott atriði að sjá þá falla og að berjast í leiðinni og falla svo ofan í vatn, magnað atriði. Í næsta atriði er sagan byrjuð og hefst nákvæmlega það sem FOTR endaði, þeir Frodo og Sam finna nú Gollri og gera hann að leiðsögumanni sínum og halda áfram för sinni. Svo fáum við að sjá þar sem orkarnir bera Merry og Pippin hlaupandi um sléttur Róhans með Aragorn, Legolas og Gimli á hælum sér sem eru búnir að hlaupa samellt í 3 daga.

Fyrst er það háska leiðangur þeirra Aragorn, legolas og Gimli sem nú lenda í Róhan. Þeir ferðast þar um fallegt landið á hælum orkanna en koma síðan að Fangorn skógi og fara inn í hann og þar sem þeir finna aftur Gandalf, nú hinn hvita þaðan fara þeir til Edóras og taka sér stöðu þar, þeir frétta af því að yfir Róhan geysar stríð gegn Sarúmani og hyggjast Róhansbúar þá flýja til hervirkis Róhana, Hjálmsdýpis, þau leggja af stað með hraði þangað en þeim er svo veitt fyrirsát af vargaárás sem Sarúman sendi þeim á laun.
þetta veldur miklu tjóni hjá Róhanbúum og mikilli fækkun á hermönnum Róhans. En ná þau samt að komast til Hjálmsdýpis, þar sem herir Róhana eru. Og byrja þá allir að undirbúa sig fyrir stríð.

Svo er það leiðangur Sam og Frodo, undir leiðsögn Gollris fara nú að myrkrahliðinu, og hyggjast fara inn í það, en hætta við sökum of mikillar hræðslu, Gollrir segist vita um aðra leið og leggja þeir af stað hana.
Fljótlega verða þeir gómaðir af njósnurum og hermönnum Gondors undir stjórn Faramírs. Þeir taka þá til fanga og halda til Virkisins í Gondir, Osgiliath, þar sem að þeir höfðu heyrt fregnir um að árás hefði verið gerð þar. Þeir fara þangað með hobbitanna og gera það sem þeir geta, á þessu augnablyki kemur nazgúl og Frodo fer undir áhrif hringsins en Sam stöðvar hann. Svo stuttu síðar ákveður Faramír að sleppa þeim og Gollri, og halda þeir þá áfram háskalegri leið sinni til Mordor..

Svo er það leiðangur Merry og Pippin, en þeir eru nú fangar orkanna og eru á leið til Sarúmans í Ísarngerði, eina nóttina fá orkarnir árás frá riddurum Róhans undir stjórn Eómers, Orkarnir eru stráfelldir, og Merry og Pippin komast þá af og lenda í Fangornskógi, þar kynnast þeir risavöxnum trjám, og eitt þeirra verður vinur þeirra, Treebeard, hann verður góður vinur þeirra og fara þeir nú að tala um líf entanna.
Þeir komast að því að Sarúman hefur gert árás á Róhan og vilja því stöðva hann, Treebeard er ekki með á því í fyrstu en ákveður að gera það ásamt mörgum entum þegar hann sér hvað orkar sarúmans hafa brennt mikið af Fangornskógi. Og þá ráðast þeir til atlögu á Ísnargerði.

Myndin er að mínu mati frábær í næstum alla staði og mjög vel gerð og allt það. Tæknibrellur myndarinnar eru mjög góðar og flottar og leikararnir nánast óaðfinnanlegir, ef ég á að nefna einhvern galla við myndina, þá segi ég að gallin sé að mér finnst bardagarnir hreinlega ekki nógu grófir og blóðugir, og þetta á við um allar LOTR myndirnar, mér finnst að svona bardagar eigi að vera grófir, þá fær maður góða innsín í hvernig þetta er í stríðum og orustum.
en í heildina er þetta frábær mynd sem allir ættu að sjá, fær nánast fullt hús hjá mér ****/*****