Mín reynsla sem Tolkien aðdáandi. Hér með hef ég ákveðið að gera mína fyrstu grein þar sem voðalega lítið er að gerast í þessu áhugamáli.
Ég ætla að reyna að segja frá minni reynslu sem Tolkienaðdáandi þó ég sé ekki góður í frásögnum eða uppsetningu á texta.

Fyrsta bókin eftir JRR. Tolkien var, Gvendur bóndi á Svínafelli. Þetta var uppáhalds bókin mín (utan við prins Valíant bækurnar).
Ég hef alltaf hrifist af frásögnum um gamla tíma, dreka, stríð og svo framleiðis. Ég las fyrst hringadróttinssögu þegar ég var ellefu ára (1991)
þó ég hafði oft séð hana oft áður á skólabókasafninu. Það var bara eitthvað við kápuna á bókunum sem mér líkaði ekki.

Ég las allar þrjár bækurnar á tveimur máunuðu en ég hafði alldrey heyrt um Hobbitann eða Silmerillinn fyrr en einu ári síðan. Kannski var það vegna þess að ég þekkti engan sem hafði saaa áhugamál.
Allavega gerðist ég strax mikill aðdáandi Tolkiens og Hringadróttinssögu “nördi” eins og sumir kölluðu mig og kalla mig enn.
Það var ekki fyrr en myndirnar komu út að vinur minn fékk það sama á heilann og hann sýndi mér bækurnar, Silmerillinn og Hobbitann.
Eins og flestir fékk ég þvílíkan áhuga á myndunum eftir Peter Jackson. Seinna keypti ég allar þrjár í lengri útgáfu.
Ég hef mikið horft á fræðsluþætti um Tolkien og veit frekar mikið um hann.
Þegar ég las Hobbitann fékk ég enn meiri áhuga fyrir Tolkien og þegar ég las Silmerillinn fékk ég jafnvel enn meiri áhuga á verkum hanns.
Ég lesa allar bækurnar að minnsta kosti einu sinni á ári og hef alltaf jafn gaman af þeim.

Eftir þessa grein ætla ég að reyna að senda inn fleiri greinar og ég hvet aðra til að gera það sama, áður en þetta áhugamál fer til fjandans.
“You can go with the flow”