Eins og þið eigið að hafa séð á forsíðu áhugamálsins þá var verið að
stofna sérstakan LOTR klúbb þar sem maður fær tímarit annan hvern
mánuð, nafn sitt á DVD disknum og margt fleira.

Ég er þegar búinn að skrá mig í happdrættið um að komast á
heimsfrumsýninguna í London, 10 des og er alvarlega að spá í að verða
þriggja ára meðlimur í þessum klúbbi (þó það væri ekki nema fyrir
nafn mitt á diskunum).

Hvað finnst ykkur ? Mér finnst þetta hljóma nokkuð vel og ég hlakka
til að sjá þessi tímarit. Og að fá nafn sitt á DVD-diskana er dálítið
flott. Og allt hitt líka.

Og vel á minnst, það er, eins og þið sjáið, búið að staðfesta
heimsfrumsýningu 10 desember.