Gandalfur Ýmis nöfn hafa verið fundinn á þennan gamla og fróða mann, svo sem: Gandalf The Grey, Gandalf The White, Míþrandír og mörg fleiri nöfn, en ég hef nú bara alltaf kallað hann Gandalf, en það var nú ekki málið.
Gandalfur kom til Miðgarðs með hinum Vitkunum: Saruman, Radagast, Pallando og Alatar. Þessir tveir síðustu, Alatar og Pallando voru Bláu vitkarnir og týndust þeir og er ekki vitað mikið um þá nema að Saruman hafi líklegast farið með þá til Harað og þa´r í kring og hafa þeir týnst þar (en núna er ég kominn út í einhverja vitleysu svo að ég held bara áfram með það sem ég ætlaði að tala um). Gandalfur var kallaður Oloorin í Valinor og var hann Maji, Majar eru taldir vera andar eða svona minion af Völum, og Gandalfur var líklegast minion af Manwé, því að Gandalfur var svo vitur. Gandalfur hjálpaði mikið til í Hringastríðinu mikla, hann var fyrstur mannvera á fatta að Hringurinn sem Bilbó fann væri Sá Eini, og geymdi Gandalf Álfa Hringinn Narja, sem var kendur við eld (hringurinn). Gandalfur var sá eini af 5 vitkunum sem kláraði sitt upprunarlega verkefni, sem var að finna og eyða Hringnum Eina og reka Sauron burt af Miðgarði, hinir 4 vitkarnir spilltust allir nema Radagast hann varð svo ástfanginn af náttúrunni að hann fór af leið, en hann hjálpaði samt til í Hringastíðinu, hann gat talað við dýrin og það hjálpaði mikið. Gandalfur vann sitt mesta verka þegar hann drap hinn mikla Balrog, og er það einn besti kafli sögurnnar, og hefur það mikil áhrif á allt Hringastríðið, en sagt er að Gandalfur hafi þá dáið og svo stigið upp frá dauðum (alveg eins og Jesús) og var þá kallaður Gandalf The White. Gandalfur yfirgaf svo Miðgarð að Hringastríðinu loknu ásamt Fróða, Bilbó, Elrond, Galadríel og fleiri Álfum, silgdu þau til Valinor og yfirgáfu Miðgarð fyrir fullt og allt.

Þetta var svona smá um hann Gandalf
Fëanor, Spirit of Fire.