Tengsl Tolkiens við Ísland Eins og margir hérna sem flækjast um á þessu vinsæla(sta) áhugamáli vita, þá voru tengsl Tolkiens við Ísland margvíslegar og áhugaverðar(ekki aðeins vegna þess að það blæs upp í okkur mikla þjóðerniskennd, heldur einnig vegna þess að þótt demantsmoli falli í fjóshaug, glatar hann ekki gildi sínu.)
Þarna er hægt að túlka Ísland sem fjóshaug, (þótt ég vilji ekki skilgreina móðurlandið okkar sem þan hlut) en hvað um það, látið mig koma að efninu.(Vá, hvernig haldið þið að ég verði sem gamall karl?!)
En þótt að tengsl hans við Ísland hafi að nokkru leyti komið fram í öðrum og eldri greinum um Tolkien sjálfan, þá finnst mér að sérskrif um þetta mál eigi það alveg skilið.

J.R.R.Tolkien, rithöfundurinn knái var mikill íslendingavinur.
Áður en hann varð frægur, var hann heiðursmeðlimur í Íslendingasögufélaginu Kolbíti. Honum fannst það mikill heiður, þótt hinir meðlimirnir vissu ekki hve mikill heiður þetta var fyrir þá!
Í Hringadróttinssögu, fær íslensk menning sess í sögunni. Langstærsta dæmið um það er Róhan, ríki á Miðgarði, þar sem íbúarnir töluðu mjög svipað mál og íslendingar. Fólkið í Róhan hegðaði sér líka eins, þar eð stærstur hluti íbúanna voru bændur. Útlit íbúanna og lifnaðarhættir voru þeir sömu, og ekki er hægt að segja að þýskur eða erlendur stíll hafi verið yfir búskapnum.
Ef ég á að einfalda þetta stórlega, þá voru þetta einfaldlega íslendingar.
Róhanar voru herskáir, rétt eins og víkingarnir, sem kemur svosem ekki mikið á óvart. Þegar föruneytið hittir Þjóðan konung, sést greinilega fornsagnastíll á atburðunum, hvernig svipt er hulunni af hinum illa ráðgjafa, og hvernig konungurinn rís aftur upp þegar “vonda kallinum” er eytt.

Sterk bönd voru milli Eddunnar og verka Tolla. Öll dverganöfnin eru komin úr Eddunni, að auknu nafni Gandalfs, ein mikilvægasta persónan á Miðgarði, er upprunalega íslensk. Okkur íslendingum að þakka, ekki satt?
Og þegar maður fer að hugsa út í það, er Miðgarður ekki örlítið breytt mynd af norðurlöndunum á víkingatímanum? Sama þróun var uppi, sami sagnastíll, ófreskjur eyddu bæjum þangað til hetjan drap hana(“prinsessan sem er bjargað” vantar en þær voru samt líka til)
Þótt maður geti montað sig af öllu sem á einhvern snefil úr íslensku, þá er það víst að við eigum jú einhvern sess í huga hans.
Hann hefur verið frábær auglýsing fyrir landið, og gefið góða mynd af því.

og fyrst farið er út á þetta mál, um fyrirmyndir, þá ætla ég að varpa fram einni stórri spurningu.

Voru pípureykingar Tolkiens skaðlegt fyrir ímynd hans? Hann sést ætíð með pípu í munnvikinu á frægustu myndinni af honum, og maður verður að játa að það gefur þessa gömlu góðu “afatýpu”.
Allir hobbitar reyktu, Gandalfur, Björn birningur, eiginlega allir.
Hvað finnst áhrinfagjörnum undlingum um þegar uppáhaldspersónan sín reykir?