Tom Bombadil Hver man ekki eftir Tom Bombadil?

Tom kom fyrst fram í Oxford Magazine árið 1934 í ljóði eftir Tolkien.

Tom kom síðar fram í “Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring” þar sem hann hjálpaði hobbitunum Meriadoc og Peregrin frá Old Man Willow og bauð þeim skjól yfir höfuð í kofa sínum.
Hann hjálpaði þeim síðar þegar hobbitarnir voru í hættu í Barrows-Downs og leiddi þá að enda skógarins.
Tom kom ekki oftar fram í “Lord of the Rings” og er nánast óútskýranleg persóna þar sem Tolkien lét hann bara í tvo kafla og samdi u.þ.b. 2-4 ljóð um hann.

Tom er sérstakur af mörgum ástæðum en mér finnst eitt það sérstakasta við hann var að hringurinn hafði ekkert vald á honum og þegar hann lét hann á sig varð hann ekki ósýnilegur (eins og flestir).
Margar getgátur hafa komið um hann þar sem hann er óútskýranlegur en mér finnst líklegast að hann sé Valar þar sem hringurinn hefur ekki áhrif á Valar.
Það getur líka bara verið að Tom Bombadil sé bara Tom Bombadil eins og hann svaraði hobbitunum þegar þeir spurðu hann þessa spurningu.

Í lokin vil ég segja að það voru nokkrir hlutar sem ég var ekki viss um en fannst eins og ég hefði lesið eitthverstaðar, t.d. að hringurinn hefur ekkert vald yfir Valar og hversu mörg ljóð voru samin um hann.

Takk fyrir mig - Frissilíus;)
Frá stjórnanda : Eina ástæða þess að ég samþykkti þetta er skortur á efni, þessi grein á nátturlega bara heima á kork. En ég get ekki veirð að röfla, við áttum frábæran mánuð seinast. kv delonge;D
In pursuit of happiness.