Hvurslags vann sögukeppnina, hér kemur svo sagan:

Elrond



Ef ég myndi segja að Elrond væri
Nú rekur þú upp stór augu, því að eins og allir þykjsast vita,var Elrond háálfur með göfugustum allra álfa.

Þetta er misskilningur. Elrond er,eða frekar ætti ég að segja var,vondur. Tja,kannski ekki vondur,því allir glæpamenn hneigjast ekki út á afbrotabrautina vagna meðfæddrar illsku,frekar vegna þess að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá þeim. Og það gildir einnig um Elrond.
Alltílagi, við skulum byrja á byrjuninni.
Þegar allir líta Elrond augum,er erfitt að gera sér í hugarlund að undir þessu hreina,en þó eins og örli sundum fyrir örvæntingu og neyðarkalli, undir þessu andliti er erfitt að ímynda sér að etthvað annað leynist undir en tryggð og heiðarleiki.
Því þótt allt sé slétt og kyrrt uppi á sjávaryfirborðinu þýðir það ekki að þannnig sé farið djúpt,djúpt niðri í hafinu.
Elrond var á ferð með móður sinni þegar hann var ungur,léttur og áhrifagjarn álfur lengst,lengst í burtu í rúmi tímans. Það er svosem ekkert óeðlilegt að eftir dauða maka síns var móðir hennar sliguð af áhyggjum,og keðjuverkanir urðu til þess að hún lagði af stað í þessa annars fífldjörfu ferð,þegar lagt er af stað í skyndi til að spara tíma,og þegar lítill matur og farangur er tekinn með til að létta á byrðunum,sparar það ekki tíma og léttir engu af manni,heldur þrúgast áhyggjurnar á mann eins og flugur.
Frá Haraði til Lotlórien var hrikaleg vegalengd.

En Elrondi var ekki sama um móður sína,hann hugsaði um hana af þvílíkri væntumþykju að það var engu lagi líkt.
Áfram héldu þau, út um “landamæri” Haraðs, sem eru auðkenntustu landamæri á Ördu, þau þekkjast einfaldlega á því að þar sem eyðimörkin,hitinn og sandurinn endar,endar Harað einnig og gróðursælir dalir,vötn,blóm og tré taka við. Yfir fúllyndu ána,sem var enn ein áin sem rann úr Nurn-vatni, og þegar þau voru komin í Suður-Gondor var móðir hans úrvinda.
Ef að Elrond hefði verið á undan hefðu hann ekki tekið eftir því þegar móðir hans hrundi niður á jörðina, uppgefin af þorsta,svengd,andlegum vanmætti og streitu.
Elrond gróf henni hennar hinstu hvílu í einni grasgrænu lautinni, og hélt svo nærri því bugaður af sorg áfram.

Fátt markvert gerðist á för hans,alveg þangað hann kom að rústum Osgilíaðs.
Í vanmætti sínum þorði hann ekki að fara lengra inn í hina föllnu borg en að mörkum hinna háu veggja hennar.Þar settist hann niður,og fann einhverja rólega,þrúgandi kyrrð leggjast yfir sig.
Hann sofnaði löngum svefni,en vaknaði skyndilega aftur þegar einhver rödd kallaði í huga hans: Elrond! Elrond!
Röddin var róleg,en þó ákveðin,og það var eins og einhver beygur stæði af henni.
Þessum unga,áhrifagjarna álfi varð á þau hrikalegu mistök að hlýða kallinu,og hélt fyrir einhverjum áhrifum áfram,lengra in í rústir Osgilíaðs, og fann fyrir einhverjum mætti sem jókst í sífellu og minnti á kyrrðina,en nú var eins og hún hafði umhverfst í ákveðinn mátt,sem slævði skilningarvit hns með þessari þrúgandi deyfð sem hann fann áður.
Skyndilega var eins og einhver frummaður vaknaði upp með honum,og hann fann til dýrlegrar hræðslu, og undirmeðvitundin breytti skyndilega um stefnu,og hélt í aðra átt,eins og ætlaði að sveigja í kringum máttinn. En þá var eins og þessi “andstæðingur” ryki upp í ofsa,og stækkaði máttinn sífellt,og Elrond fann sig tilbeygðan til að hlýða honum í einu og öllu.
Han kom nú að steinhring,sem var eins og verndaður af einhverju afli,sem hafði ekki eyðilagst í áhlaupinu á borgina,heldur höfðu þeir sem réðust á hana látið þennan steinhring vera. Þar magnaðist andinn upp,og einhver ljómi steig yfir staðinn.
Elrond sá nú að mitt í steinhringnum, á nokkurskonar fórnaraltari,lá kristalskúla á borðinu. Hann tók kúluna upp eins og í leiðslu,og þá komu vit Óvinarins yfir hann,hann horfði nú í ægilegar sjónir hans,og fann til brjálæðislegar kenndar sem hann hafði aldrei fundið fyrir með sér. Hann féll í ómegin og mundi ekki meir.

Óvinurinn gladdist við þessi viðbrögð Elronds,því þessi brjálæðislega kennd hvarf sem honum hafði verið svo illa við,og mótþróinn í Elrondi losnaði gegn Honum, og nú gat hann séð í innstu kima,og hin dýpstu skot í huga hans. Þessar mikilvægu upplýsingar komu honum að gagni.


Elrond rankaði við sér þegar langt var liðið á nóttu. Það var hrollkalt,og ýlfrið í úlfunum í kringum hann hætti ekki,heldur ágerðist og kom nær honum. Hann byrjaði að skjálfa,en hann vissi ekki hvort það var afþví að honum var kalt eða hann var hræddur. “Kannski er það hvorutveggja” hugsaði hann.” “En hvað sem því líður,þá þarf ég að bjarga mér fljótt,því á þessum stað lifi ég ekki mikið lengur” . Hann byrjaði að skoða sig um eftir vænlegum felustað,og fann brátt eyðilagða holu sem hafði hugsanlega verið gamall vínkjallari, þótt Elrond væri ekki að hugsa um svoleiðis hluti og klöngraðist ofaní.
Honum leið lítið betur þar ofan í,en reyndi að skotra sér út í dimmstu hornin og hélt fyrir eyrun fyrir eðlisávísun. “Þetta gengur ekki” sagði hann með sjálfum sér,og nú kastaði tólfunum þegar að hann heyrði hnus við hliðina á sér. Hann fann hárin rísa,þegar glóandi,rautt auga opnaðist við hliðina á honum,og hann rak upp móðursýkislegt öskur,og eins og kastaðist út út kjallaranum,og tók á rás,en hvert vissi hann ekki.
Hann hafði nefnilega ekki hugmynd um hvert hann væri að fara,fæturnir báru hann einhverja óþekktan slóða, og hann hefði þurft að sterklega einbeita sér að því að stoppa þá. “Hvað með það hvert ég stefni. Allar áttir eru góðar frá þessum stað.” sagði hann.
Hann kom að klöppum sem eitt sinn hafði verið glóandi banvænt hraun,og þurfti að hægja á sér vegna hindrananna sem hraunið myndaði,og líka vegna þess hvað náttmyrkrið byrgði honum sýn. Allt í einu fann hann þegar hann byrjaði að stökkva yfir steinnibbur,og sveigja krappt milli hraundranga,að eitthvað hlunkaðist við lærið á honum, en honum datt ekki í hug að taka hlutinn upp úr vasa sínum af ótta við að missa einbeitinguna við að koma sér í gegnum hraunið og detta,en byrjaði þessí stað að velta því fyrir sér hvað þetta gæti verið.
Að lokum bar forvitnin skynseminni ofurliði. Hann teygði sig í vasann,og tók aftur upp þessa glerkúlu sem hann fann á altarinu. “Nei,nei drengur,ekki líta aftur í það! Viltu að þú endir eins og áðan,nema nú með hörmulegri endalok,að þú rekist á einhverja steinnibbuna?!” hrópaði hann í huga sér. Hann lét hana aftur í vasann,og hélt áfram að stýra fótunum í gegnum hraunið í náttmyrkrinu,þó hann væri nú orðinn skelkaður hvað þetta væri sem var að koma yfir hann.
Brátt birti af degi. Hann sá nú sér til undrunar og hræðslu hvert hann stefndi. Beint í hávestur. Rakleitt til Násugunnar.
Hann hafði lítil heyrt um Násuguna,annað en það að einhvert kvöldið,við arilekdinn með móður sinni kom eitt sinn í heimsón gamall karl sem hann vissi ekkert hver væri,en hann sagði um násuguna að það væri mjög gamalt.
Elrond var smeykur við Násuguna. Hann vildi að sjálfsögðu ekki lenda í klóm hennar.
Nú gerðist fátt markvert,annað en það að við læki og vötn lærði hann með ýtrustu einbeitingu að losa fæturna undan þessum álögum sem virtust hvíla á þeim,til að ná í lífsnauðsynleg vatn og ef til vill að krækja í nokkur ber ef hann var heppinn.
Hann ferðaðist með hraða orkanna.Þeir skakklöppuðust áfram eins hratt og líkami þeirra þoldi af eintómum þrælsótta við meistara sinn.

Nú kom hann að hryllulegu landi Násugunnar. Það var daunillt og fúlt,og aðeins mestu þverhausarnir í plönturíkinu nenntu að þrífast þar.
Þegar hann kom að tunrinum fannst hann að sér væri öllum lokið. Hann gat ekki meira. Sjónsteinninn,sem hafði dinglað á honum alla ferðina en Elrond ekki þorað að taka hann upp af ótta við að vera dáleiddur aftur, byrjaði skyndilega að glóa svo mikið að han lýsti í gegnum fötin hans. Nú hægðu fæturnir á sér,og fóru niður á venjulegan gönguhraða, en enn gat hann ekki stoppað þá.
Elrond kom að risastóru hliðinu sem lá inn að turni kvikindins, og það var svo opnað af risastóru, ógnvænlegu dýri sem virtist vera dyravörður. Það virtist ekki hafa neinn líkama,né sérstaka lögun,heldur flaut það um eins og bik,biksvört þoka og lá illt út af því. Elrond flýtti sér inn í Turninn,eins og hann væri að flýja undan dýrinu,en það voru fæturnir,sem flýttu sér,og voru undir stjórn einhvers annars.

Hérna virtust fæturnir kunna vel við sig,og hegðuðu sér eins og þeir höfðu komið hingað oft áður,þeir sprönguðu um með montnu göngulagi. Reyndar gerðu þeir það aðeins að verkum að Elrond leit út eins og fífl þegar hann var að reyna að hafa hemil á þeim.
Þetta var sannarlega ógeðslegur kastali. Allskonar vítisvélar lágu á víð og dreif,og hann fann oft til hrylings og pínu, en verst leið honum þó þegar sjálfur Balroggur yggldi sig af honum, og Elrond vildi nú í fyrsta skipti á ævinni vera dauður,svo mikil var ógleðin sem stafaði að skrímslinu.
Fæturnir leiðuðu upp,upp á við. Þeir gegnu upp níðþrönga hreingstiga,og veggirnir voru hvarvetna skreyttir af hauskúpum,pyntuðum mannsskrokkum og allskonar kvikindi skutust um veggina og gólfin.
Loks kom hann að Násugunni sjálfri.
Elrond féll við að hryllingi og hvarf í hugardjúpin.



“Já,svona fór nú sú saga” sagði Gandalfur. Bilbó sat ,þögull við,og horfði á arineldinn breytast í glæður.
“Gerðist ekki eitthvað eftir á?” spurði Bilbó. “Sagan getur ekki hafa endað svona,fyrst ég hef hitt Elrond sjálfan.”
“ Nei,það segiru satt.” sagði Gandalfur. “ Násugan tók Höfuðsjónsteininn af Elrondi,og sendi svo orkahóp með hann eitthvað í burtu. Hvort eitthvað gerðist á leið hans til Rofadals veit ég ekki. En Óvinurinn hefur haft tangarhald á honum síðan.”
“Hvernig veistu allt þetta yfirhöfuð? Ert þú kannski sjálfur með sjónstein? Er það þessvegna sem þú veist svona mikið.Gandalfur?” sagði Bilbó með tortryggni í röddinni. Það hefði hann betur látið ógert. Skapstyggni vitkans lét á sér kræla. “Mér einum kemur það við hvaða dýr ég pynta til sagna,eða hvernig viska mín nær svona langt eins og hún gerir. En þú skalt ekki halda að ég sé að gera þetta að gamni mínu. Ég er vissulega ekki með sjónstein. En það þýðir ekki að vitneskja mín nái langt.” Og vitkinn hætti að blása reykjarhringi,settist aftur í sætið og slökkti í pípu sinni. “Sem betur fer náði ég steininum aftur fyrir einskærri heppni þegar ég var staddur í turninum. Annars hefði ég ekki átt að reyna við það.”
“Hvað gerðiru svo við hann? Geymiru hann hjá þér? Eða sökktiru honum í sæ?”
Gandalfur þagði. Bilbó hélt fyrst að hann vildi ekki svara spurningunni, en brátt tók vitkinn til máls.” Veistu það Bilbó,að ég man það ekki. Ég man það ekki,ótrúlegt. Steinninn hefur þá svona geysileg áhrif á alla sem umgangast þá. Það hefur einhver ruglað mig,ég er viss um það. Þessvegna ríkir svona mikill glaumur í Rofadal.”
Fëanor, Spirit of Fire.