Númenor Númenor

Hér skrifa ég um Númenor, eyjuna sem Ædanir fengu gefins frá völunum fyrir hjálp þeirra í heiftarstríðinu og Ædana sjálfa - Dúndana.

Kynstofn manna sem eitt sinn bjó í miðjum Miðgarði heyrði orðróm um ljós sem að engin gæti yfirbugað. Þeir héldu göngu sinni til Belalands. Þeir urðu miklir bandamenn Elda og voru kallaðir af þeim Ædarnir. Ædarnir unnu dugnaðardáðir í Heiftarstríðinu og gaf Alfaðir þeim m.a. lengra líf en venjulegir menn lifðu.

Jarendill; maður af kynstofni Ædana byggði sér skip; Löðurblóm og sigldi því til Amanslands. Þar bað hann Valana um hjálp. Hjálpin kom í stórri neyð þar sem að Noldarnir voru nokkurn veginn að tapa stríðinu.
Kynstofn Ædana var sá eini sem lagði völunum og álfunum lið í Mikluorustu; þegar Morgoth var steypt af stóli og skotið í tómið. Að launum reis Ossi þénari Ylmis Andor – Númenor úr sæ og Javanna frjóvgaði það. Þegar allt var tilbúið fylgdu Ædarnir Jarendilsstjörnu og sigldu skipum sínum til Númenors, þar sem það lá mitt á milli Valalands og Miðgarðs.

Andúníe, aðalborg Ædanna reis á bökkum Dúnflóa á vesturanga Númenors og ríktu þar konungar kynstofsins. Á fjalli sem staðsett var á miðri eyjunni reis hof helgað Alfeðri, fjallið var kallað Himinsúla eða Armenelos. Í miðju Númenors, í vestri, við Eldaflóa og Núndúnsá reis Eldahöfn hin græna, eftir álfanna sem þeir vinguðust við. Við ósa Sírílfljóts, í suðri. Í suðvesturhluta Mittalmars, Innlandanna reis Hvítahús Elrosar, bróðirs Elronds sem ríkti í 500 ár. Hinsvegar byggðist Himnaborg Armenelasar austanmeginn í Innlöndunum. Rómenna – Austurhöf var byggð við austurströnd Númenors og þaðan var oft siglt til Miðgarðs. Ædarnir sóttu til sín þekkingu og urðu menn friðarins í þónokkur ár.

En skuggi færðist yfir Ædana, þegar Tar-Sirjatan var konungur byrjuðu Ædarnir að verða fégráðugri og fóru að hugsa um að fara til Ódáinslands, en það hafði þeim verið bannað fyrir löngu. Manve sendi sendiboða sína til sonar Sirjatans, Atanamírs hins þrettánda til þess að vara þá við en skugginn óx og óx yfir heiminum.

Um þetta leiti reis Sauron aftur. Hann séri sér umsvifalaust aftur að illum dáðum sem honum hafði verið kennt hjá Morgoth. Hann reisti Barad-dúr í Mordor og ætlaði sér að verða konungur yfir miðgarði. Eftir nokkur ár byrjaði hann að ráðast á sjávarvirki Númenora á Miðgarði, þá sem hann hataði mest. En Númenornir sjálfir voru hættir að hafa samskipti við álfanna. Ar-Gimilzor bannaði það að tala á álfatungu og hafa samskipti við þá. Hann flutti álfavini nauðuga frá vesturhluta Númenors til austurhlutans. Ar-Farazón tuttugasti og fjórði konungur safnaði saman liði sínu, fór til Miðgarðs, setti upp herstöðvarnar sínar og skipaði Sauron að koma til sín. Sauron kom þar sem að hann vissi að hann átti ekki möguleika í því að vinna Ædana í orustum, enþá. Í stað þess notaði hann kænsku. Ar-Farazón tók Sauron með sér sem gísl til Númenors. En Sauron var svo slyngur að eftir þrjú ár var hann orðinn nánasti ráðgjafi konungs.

Sauron gabbaði konung Ædanna til þess að tilbiðja Melkor og flestir í þjóð hans fygldu honum, allir nema hinir trúföstu.

Amadíll, foringi hinna trúföstu og sonur hans Elendill hvöttu alla þá trúföstu til þess að flytja til Rómennu – Austurhafnar, en svo að lítið bæri á. Amadíll heyrði frá því að Sauron vildi höggva niður konungstréð og sendi hann þá Ísildur sonarson sinn til þess að taka ávöxt af trénu, sem hann jú gerði. En konungurinn felldi tréð skömmu seinna og afneitaði þá öllum vinskap við álfanna. Sauron lét byggja hof til þess að tilbyðja Melkor og var Mjalleikur – konungstréð brent til fórnar. Þegar að Ar-Farazón fann dauðann nálgast, fór hann að illskuráðum Saurons og “réðst” á Valaland. En stuttu áður fór Amandíll á skipi sínu til Valalands og sagði syni sínu Elendili að sigla með hina trúföstu til Miðgarðs og blanda sér ekki í stríð Vala og Æda. En enginn veit hvað varð um Amandíl og hvort að sendiför hans hefði heppnast. Þegar Ar-Farazón var búinn að safna saman her sínum sigldi þvílíkur floti sem aldrei áður hafði séðst í Vestur, þúsundir skipa. Sauron varð eftir, og það hlakkaði í honum þegar að skipaflotinn sigldi úr höfn. Ar-Farazón og hermenn hans stigu á land og settu upp búðir sínar við Túnuhaug þar sem að Farazón kastaði eign sinni á landið. En Manve talaði við Alföður sem að eyddi herjum Æda með skriðum og lét hafið gleypa Númenor. Amansland var svipt í burtu af jörðinni og sett á himnafestinguna, þar sem að dauðlegir menn geta ei seilst.

En sonur Amandíls, Elendill og synir hans, Ísildur og Anaríon sigldu með Orkaninn í baki, hinn mikla storm sem feykti þeim til Miðgarðs. Þar stofnuðu þeir konungsríki, Gondor.

Þannig eyddust Ædarnir í græðgi sinni, en hinir trúföstu lifðu af, Sauron sneri aftur til miðgarðs og fór enn á ný að gera mönnum lífið leitt.
Váv.