Herfylkingar Gondolins Var að lesa The Fall of Gondolin og ég einfaldlega varð að gera grein um þetta. Þetta er grein um “hús” Gondolins, þótt ég kjósi að kalla það herfylkingar í fyrirsögninni. Hér stendur hvernig þeim var háttað, Leiðtoga þeirra, fána og hluta þeirra í Falli Gondolins

The House of the King
Leiðtogi: Turgon, Konungur Gondolin
Fáni: Sól, Máni og “Scarlet” hjartað
Þeir voru miklir, í tölum og styrk. Litir þeirra voru hvítir, gull og rauður. Það kemur ekki fram hvort þeir hafi haldið sig við eitthvað sérstakt vopn, eins og mörg önnur hús Gondolins. Í falli Gondolins börðust þeir ekki fyrr en í endann, þegar hliðið var fallið og það var búið að þröngva hinum aftur í Torg Konungsins. Sumir komust burt með Tuor í gegnum leini útganginn sem hann hafði byggt fyrir fallið en aðrir kusu frekar að deyja með konungi sínum, sem var of þrjóskur til að falla aftur og féll með turni sínum þegar drekur felldu hann.

The White Wing
Leiðtogi: Tuor, faðir Ëarendils sjómannsins, eiginmaður Idrilar Silfurfætlu, dóttur Turgons. Hann stóð hátt yfir alla álfa Gondolins. Í Silmerlinum stendur að hann hafi verið í herklæðum sem að hann fann í Vinyamar, sem Turgon hafði látið búa til útfrá skilaboðum Ulmo's. í The Book of Lost Tales hinsvegar lætur Turgon búa til herklæði handa honum í Gondolin. En í báðum sögum eru þessi herklæða frekar lík úr silfri, styrkt með mithril held ég og hjálmurinn með hvíta svans vængi. Hann notaði lítið sverð, vildi frekar nota exina sína, Dramborleg.
Fáni: Hvítur vængur á bláum grunni
Þeir voru stæðstu og sterkustu álfar Gondolins, en samt var þetta fámennasta herliðið. Þeir töfðust frá bardaganum um hliðið til þess að bjarga Idrili og Ëarendil frá húsi moldvörpunar. Þegar þeir komu til bardagans var allt hús hammarsins fallið og Balroggar og drekar að komast inní borgina. Þá fór Tuor og Ecthellion fram og drápu 8 Balrogga í því áhlaupi, en urðu að falla til baka vegna þess að Ecthellion meiddist og var ekki bardaga hæfur lengur. Þá féllu þeir til baka með eftirlifandi mönnum af hinum húsunum. Þeir börðust á Torgi Konungsins og drápu marga, en fóru svo um nóttina með þeim sem fylgdu innum leyni útganginn.

The Mole
Leiðtogi: Maeglin Prins af Gondobar, svikari Gondolins, sonur Ëols og Aredhel, systur Turgons.
Fáni : Ekkert, bara svart
Þeir voru námumenn og voru hliðhollir Meaglin. Járnhúfurnar þeirra voru þaktar moldvörðuskinni, og þeir börðust með tvíhöfða öxum eins og jarðhakar. Þeir tóku lítinn þátt í vörn Gondolins vegna þess að margir fóru með Maeglin að drepa Ëarendil. En það getur verið að einhverjir hafi farið og barist í bardaganum, kannski jafnvel farið með Tuori, en það kemur aldrei fram.

The Swallow
Leiðtogi: Duilini, fljótastur af öllum álfum í hlaupi og stökki og hittnastur af bogaskyttum á sléttu
Fáni: Örvaroddur
Þeir voru með mikið af fjölubláum fjöðrum fastar í hjálmnum og gengju um í hvítu, dökkbláu, svörtu og fjölubláu. Í þessu húsi og The Heavenly Arch, voru með flesta menn, og allir voru þeir bogaskyttur. Þegar hliðið féll og orkar Morgoths komu inn í þúsunda tali skutu marga, en skutu einnig Nolda vegna reyks og óreiðunnar. Duilini féll á veggnum eftir að hafa fengið eldbolta í sig frá Balrogga. Þeir féllu svo aftur til Torg Konungsins og fóru þaðan með Tuor inn leyni útganginn.

The Heavenly Arch

Leiðtogi: Egalmoth. Hann klæddist blárri skykkju, sem var með stjörnunum á, sýndar með krystölum. Hann var eini álfurinn sem notaði bogið sverð, þótt hann kysi frekar að nota bogann og skaut lengst af öllum öðrum í Gondolin.
Fáni: Allir skyldirnir voru himinbláir með var einn stóran dýrgrip, gerðan úr sjö gimsteinum rúbínum og blákvörsum, safírum, smarögðum, chrysoprase, tópasi og hunangssteinum.
Þeir voru ríkasta liðsveitin í Gondolin og voru klæddir í dýrð af litum og vopn þeirra voru ísettir fullt af gimsteinum og í hverjum einasta hjálmi var ísettur stór ópal. Þeir voru settir upp eins og The Swallow, flestir ef ekki allir bogaskyttur, og voru stillir upp á veggnum. En leiðtogi þeirra var hinsvegar ekki drepinn og komst lílegast með einhverjum af sínum þegnum til Sirions ósa en féll við árás Fëanors sona.

The Pillar og The Tower of Snow
Leiðtogi: Penlodh, hæðstur af álfum Gondolins
Fáni: Kemur ekki fram
Lítið stendur um þessa menn, fylkingar, vopn, hvað kom fyrir þá. En einhverjir þeirra komust a.m.k. til Sirions ósa. En þessar herfylkingar eru vanalega talin upp saman vegna þess að Penlodh var leiðtogi beggja.

The Tree
Leiðtogi: Galdor, var talinn hraustastur allra í Gondolin, utan við Turgon
Fáni: Kemur ekki fram
Þeir börðust með járnsettum kylfum eða slöngvum, sem mér þykir voðalega frumlegt miðað við restina. Þeir voru oftast klæddir í grænt og voru hraustir og kraftmiklir og voru staðsettir með mönnum hamarsins fyrir framan hliðið í bardaganum. Þeir, ólíkt mönnum hamarsins komust undan og náðu á endanum að flýja úr Gondolin, eftir að hafa barist með hinum fylkingunum á Torgi Konungsins.

The Golden Flower
Leiðtogi: Glorfindel, var klæddur í gull skykkju og meðal mestu álfa Hringadróttinssögu. Hann dó við að kasta balrogga niður í gil með sjálfum sér til að bjarga flóttamönnum Gondolins, þegar þeir voru að fara gegnum fjöllin.
Fáni: Geisluð sól
Í bardaganum um Gondolin börðust þeir um Stærri markaðinn, en féllu svo á endanum aftur til Torg Konungsins og börðust þar með hinum fylkingum Gondolins. Síðan komust þeir undan með hinum og gættu aftari fylkinga manna á leiðinni til útgangsins.

The Fountain
Leiðtogi: Ecthellion hinn söngfagri
Fáni: Kemur ekki fram
Þeir höfðu yndi af silfri og demöntum, sverð þeirra voru löng og björt. Þeir komu ekki inní bardagann um hliðið fyrr en seint vegna þess að tækni Turgons hljóðaði þannig. Allt í einu heyrðist hljómur í flötum og gengu þeir þá inní bardagann, eins og þeirra var siður. Ecthellion, drap sjálfur 3 balrogga, þegar hann og Tuor réðust fram. En hann meiddist í vinstri hendi eftir að Balroggi sló til hans með svipu og varð ófær um að brerjast. Tuor leiddi hann úr bardaganum og stuttu eftir það féllu herir Gondolins aftur til Torgs Konungsins, þar sem að þeir börðust og unnu. En í þeirri viðureign steig fram Gothmog, foringi Balrogganna. Ecthellion barðist við hann og kastaði honum í Gosbrunn Konungsins, sem að Ecthellion hafði áður verið endurnærður af. Þar dóu þeir báðir, því að gosbrunnurinn var mjög djúpur. Eftir það fóru þeir úr bardaganum og enduðu uppi í Sirions höfnum.

The Harp
Leiðtogi: Salgant, hann var huglaus og hliðhollur Maeglin. Hann reið einn af öllum í Gondolin í bardaga
Fáni: Silfur harpa á svörtum grunni, en Salgant var með gull hörpu.
Þeir voru mjög hugrakkir stríðsmenn, en foringi þeirra dró þá niður. Þeir höfðu unun af gull og silfur brúskum. Í umsátrinu áttu þeir að fara að hjálpa Glorfindel, en Salgant laug að þeim og sagði að þeir ættu að fara að bjarga Minni Markaðnum. En eftir smá tíma fóru margir frá honum og söfnuðust saman með hinum á Torgi Konungsins. Þaðan fóru þeir með Tuori og hinum að leyni útgangnum.

The Hammer of Wrath

Leiðtogi: Rog, sterkastur álfa Gondolins
Fáni: Svartur hama og steðji á rauðum grunni
Þeir voru mestu smiðir Gondolins og báru hamra og þunga skyldi, því að hendur þeirra voru mjög sterkar. Í bardaganum um hliðið stóðu þeir hlið við hlið hjá Galdori og fólki Trésins. Þegar hliðið brotnaði börðust þeir vel og lengi. Svo komu Balroggarnir. Þessir smiðir hötuðu þá mikið og þeir sáu hversu mikinn skaða þeir ollu, því þeir skutu örvum og boltum af eld yfir borgina og þeir lenntu á húsþökum og ollu miklum skaða. Þá öskraði Rog og sagði mönnum sínum að gera árás og fór fremstur og ruddi sér leið, og fólk hamarsins fór á eftir honum eins og fleygir og þeir komust alla leið aftur til hliðsins og drápu marga orka. Þegar þeir koma að Balroggunum rústuðu þeir þeim með því að lemja þá með kylfunum sínum og grýpa svipurnar þeirra og nota þær gegn þeim. En þá safnaði Gothmog saman djöflum sínum og fór að þeim og svo söfnuðust hundruðir orka fyrir aftan þá, svo að þeir kæmust ekk aftur. Á endanum féllu þeir allir með höfðingja sínum, en fyrir hvern mann tóku þeir minnst sjö orka með sér og þeir drápu svo mikið af Balroggum að herir Morgoths voru mjög hræddir. Enginn af þessu margfróða húsi komst undan til Sirions ósa.

Heimildir: The Book of Lost Tales II