Ætlað sér um of  – smásaga Ætlað sér um of – smásaga

Hér skrifa ég smásögu um báráttu tíu dverga við drísla. Áskókn þeirra í gull hvatti þá til þess að æða inn í Moría.

Með þessari sögu vil ég einnig hvetja aðra á Tolkien til þess að skrifa sínar eigin sögur.

Á fyrsta degi nýs árs – árið 2705 á þriðju öld byrjaði leiðangur okkar. Ég og átta frændur mínir – Gói, Bói, Þór, Bór, Steinþór, Þurinn, Þergur og Bergur, fórum að austurhliði Moría auk bróður míns Áins. Það gerðum við til þess að finna gull fjölskyldu okkar, sem faðir minn hafði ekki getað tekið með sér er hann og allir aðrir dvergar af okkar stofni voru hraktir frá heimilum sínum í Moría - bölvaður sé Durinsbani. Verkefni okkar var að hakka okkur inn í gegnum orkana hjá austurhliðinu og komast í salina hjá öðrum enda Kaza-dúms, þar sem tíu kíló af óunnu gullgrýti lágu í einu af herbergjunum þar, grafið ofan í steingólfið með steinplötu yfir svo erfitt væri að finna það.

Við sveigðum hjá Lothloríen þar sem við vildum ekki nein afskipti frá þessum andskotans álfum. Er við komum að hliðinu sjálfu voru aðeins um tíu dríslar á verði. Bræðurnir Gói og Bói skutu tvo með bogum sínum. Þá geistumst við hinir að restinni og hjuggum þá sundur og saman svo enginn varð eftir. Við gengum inn í Moría og fannst okkur undarlegt að enginn væri þar. Er yfir brúna var komið og að sölunum var ráðist á okkur úr tveim áttum. Dríslarnir höfðu falið sig inn í herbergjunum sem lágu í tveimur röndum hægra og vinstra megin í einum salnum. En hvernig vissu þeir af okkur? Einn þeirra sem staðið hafði vörð hafði líklega sloppið án þess að við tækjum eftir því og látið vita.

Dríslarnir voru um það bil áttatíu og tíu af þeim skutu á okkur úr bogum. Tveir okkar – Bór og Þergur fengu þrjár örvar í sig hvor og létu lífið á og Bói fékk eina í lærið og átti því erfitt með að berjast. Við sjö sem vorum eftir vorum í góðu ástandi og mynduðum við hring í kringum líkin og Bóa og vörðumst þannig áhlaupi dríslanna. Eftir að við höfðum drepið um fimmtán dríslanna fékk Gói, bróðir Bóa, sverðsstungu í bakið og féll. Bói reis þá upp í berserksæði og hljóp að morðingja Góa og hjó hausinn af honum. Bói drap svo og þrjá til viðbótar en hlaut svo sverðslag í síðuna og féll. Vorum við þá sex eftir. Dríslarnir þjörmuðu að okkur að herbergjunum norðanmegin og fór svo að Þurinn og Bergur féllu. Við vorum aðeins fjórir eftir þegar Þór fékk ör í hálsinn. Ég, Áinn og Steinþór hlupum að einu herberginu.
Á hlaupunum féll Steinþór er einn drísill kastaði hníf í bak hans. Við bræðurnir komumst inn í herbergið og lokuðum fyrir. En Áinn hafði fengið örvar tvær í bakið á hlaupunum og átti því lítið eftir. Hann kvaddi mig og dó án þess að ég gæti sagt eitt né neitt. Kannski ætluðum við okkur um of með því að geisast inn í Moría svona fáir.

Nú er ég rita mín síðustu orð er ekki langt í það að Dríslarnir brjóti upp dyrnar. Heimskulegt er af mér að skrifa þetta, líklega kemst þetta ekki í hendur neins – en þetta er það besta sem ég get gert við þann tíma sem ég á eftir.

Þráinn Váinsson
Váv.