Beren og Lúþíen[1 hluti] Beren og Lúþíen

Hér ætla ég að skrifa um eina mestu ástarsögu sem tolkien hefur búið til. Ég ætla að skrifa um Beren og Lúþíen. Núna fyrst skrifa ég um þau sem einstaklinga en svo rek ég sögu þeirra sem elskendur – er þau náðu einum silmeril af krúnu Morgoths.

Beren

Barahír faðir Berens stjórnaði hálfgerðum skæruliðaflokk sem réðst á undirmenn Morgoths og olli tjóni, bækistöðvar flokksins voru við Rökkurvatn. Hatur Morgoths á þessum flokk magnaðist með hverri árás sem þeir gerðu svo að hann skipaði Sauroni að finna þá og drepa, hvernig sem er.

Þannig var það að einn liðsmaður Barahírs hafði misst sína heittelskuðu konu og eitt sinn þegar að hann fór að húsi þeirra hjóna eitt sinn að næturlagi var hann fangaður. Hann hafði farið þangað oft og orkar Saurons höfðu séð það svo að þeir sátu fyrir honum eina nóttina. Þeir pyntuðu hann lengu en Gorlimi gaf sig ekki. En með loforði um að hann fengi að fá að fara burt með sinni heittelskuðu konu gaf hann sig. En þar sem að konan hans Eilín hafði löngu dáin drap Sauron hann, og þau sameinuðust.

Svo að þegar Sauron vissi þetta sendi hann orka eina nótt sem drápu allan flokk Barahírs í svefni. Alla nema Beren sem hafði verið sendur til að njósna um óvinin og var því í burtu þegar að þeir voru myrtir. Þegar hann sá lík liðsmanna föðurs síns og föðurinn sjálfan veitti hann morðingjunum eftirför. Þegar að hann hafði náð þeim um næturleiti sá hann foringja orkanna vera að gorta sig yfir hönd Barahírs sem að hann hafði hoggið af. Beren stökk að forgjanum drap hann, tók hönd föðurs síns og hljóp í burtu. Uppnám varð meðal orkanna svo að þeir náðu honum ekki.

Í fjögur ár var Beren einfari í Furulöndum. Útlagi sem drap allt það illa. Morgoth setti fé til höfuðs honum en orkar flúðu frekar en að berjast við hann. En eftir að öll Furulönd voru að fyllast að óvinum ákvað hann að fara til Doríats – þar sem að enginn maður hafði komið. Hann fór í gegnum Ógnardauðaland þar sem að fullt af ófresekjum áttu heima og að enginn þorði að fara. En þegar að hann kom að töfraþræði Melíönnu komst hann viðstöðulaust í gegn.

Beren reikaði um skóga Doríats þar til að hann kom að Lúþíen sem að hann elskaði um leið. Og þá er forsaga hans rakin.

Lúþíen

Lítið er ritað um líf Lúþíenar fyrir fund hennar við Beren en hún var dóttir Þingólfs og Melíönnu og var Lúþíen það fegursta á jörðu. Hún lék sér í skógum Doríatslands og dansaði við trén.

Þegar að hún sá Beren í annað skipti elskaði hún hann og féll örlagadómur á hana.

Næst mun ég skrifa um hetjudáðir þeirra saman.
Váv.