Jæja, ætla að spjalla aðeins um galdra í heimi Tolkiens. Hef skrifað grein um þetta áður, en fyrir stuttu fór ég að lesa mér til um þetta og ákvað að skella grein saman um þetta.

Það sem vakti áhuga minn á þessu efni var í raun það að það er ekkert vitað um þetta og það að þó svo að bækur Tolkiens eru virkilega ævintýra sögur, þá eru galdrar ekki flæðandi
út um allt og fannst mér það ansi áhugavert.

Hverjir notuðu galdra?

Byrjum á þeim sem notuðu galdra og skulum taka Vitkana, sem flestir ættu að þekkja, fyrst fyrir. Vitkarnir fimm komu frá Aman og voru Maiar, sem er einmitt ástæðan fyrir því
að þeir voru með einhverja krafta sem hægt væri að kalla guðlega og yfirnáttúrulega. Hinsvegar er ekki mikið sem sést af þessum göldrum, en ég mun fjalla meira um þessar “tegundir”
galdra seinna.

Hinir kynstofnarnir, álfar, menn, dvergar, hobbitar o.s.frv., virtust nota galdra í takmörkuðum mæli. Álfar og dvergar virðast vera þeir sem nota galdra mest og þá aðallega
í eitthvað sem tengist galdraeiginleikum hluta (Svo sem vopna, brynja og hringa). Menn og hobbitar virðast hafa getað “galdrað” upp að vissum mæli, t.d. Mouth of Sauron var sagður
vera lærður í “the Black Arts” og hann var upphaflega maður.

Og augljóslega voru það Valar sem gátu notað galdra eða yfirnáttúrulega krafta, þar sem þeir sköpuðu nú Ördu.

Tegundir galdra

Fyrsta tegund þeirra galdra sem ég ætla að nefna er það sem ég nefndi áðan, að bæta galdraeiginleikum og einhverjum hæfileikum við veraldlega hluti, góð dæmi um þetta eru t.d.
veggur Orthanca (Var k í íslensku útgáfunni?), þar sem að Entarnir gátu ekki rifið hann niður en fóru auðveldlega í gegnum virkisveggi Ísangerðis. Og líklegast það dæmi sem
flestir ættu að þekkja, Sting, sverðið þeirra Bilbó og Fróða, það glóir í myrkri þegar Dríslar eru nálægt, sem að minnu vitneskju, venjuleg sverð gera ekki.

Önnur tegund galdra sem aðallega menn, álfar og Vitkarnir virtust nota var það að læra tungumál dýra (Meira eins og yfirnáttúrulegur eiginleiki), t.d. Björn.

Björn hafði einnig þann eiginleika að breyta um form og varð að birni, hinsvegar var Björn bara maður eins og Tolkien sagði í einum af bréfum sínum. Valar og Maiar virðast
einnig hafa haft þennan eiginleika en fól það í sér að hreinlega yfirgefa líkama sinn og fara aftur í hann eða einhvern annan.

Hinsvegar er til önnur tegund af yfirnáttúrulegum eiginleikum sem menn virðast geta haft og er það forsjá. Eina dæmið sem ég fann um það er þetta, úr Return of the King:

“Thus we meet again, though all the hosts of Mordor lay between us,” said Aragorn. “Did I not say so at the Hornburg?”

“So you spoke,” said Eomer, “but hope oft decieves, and I knew not then that you were a man foresighted.”

Galdraköst eru það sem flestir myndu þekkja sem galdra, handabendingar, orðaþulur og annað líkt er það sem myndi falla undir þetta og með þessum hreyfingum myndi
eitthvað gerast. Hillingar voru eitt af því sem Vitkarnir notuðu, Gandalfur beitti hillingum til að virðast vera Sarúman og virðast þeir geta stjórnað þessu með vilja sínum einum,
og gátu hætt að virðast vera einhver annar að eigin vild.
Einnig gátu Vitkarnir framkallað ljós og eld, en virtust þeir þó oftast gera það með stöfunum sínum (Þó aðallega Gandalfur). Einnig gátu galdrar þeirra veikt eða styrkt
sam/mótherja. Einnig gátu þeir stjórnað huga fólks eins og þegar Sarúman stjórnaði Deneþór.

Takmarkanir galdra?

Skemmtileg pæling er líka það, er þó svo að vissar verur á Ördu hafa vissulega verið kröftugar og valdamiklar þá var engin af þeim sem gat notað galdra eða yfirnáttúrulega
eiginleika til þess að fljúga, Gandalfur fékk Gwahir til að ná í sig úr vissum aðstæðum og jafnvel Valarnir sjálfur, kröftugastar af öllum verum, notuðu gríðarstórt skip
til þess að ferðast á milli Miðgarðs og Aman.

Galdrar, þó svo að þeir væru eldur, gátu ekki brætt ís. Sbr.:

“If Gandalf would go before us with a bright flame, he might melt a path for you,” said Legolas. The storm had troubled him little, and he alone of the Company remained still light of heart.

“If Elves could fly over mountains, they might fetch the Sun to save us,” answered Gandalf. “But I must have something to work on. I cannot burn snow.”


Það var einnig mjög erfitt að hafa samskipti yfir langar vegalengdir, jafnvel Gandalfur segir að án hjálp Palantírana sé það nánast ómögulegt. Undantekning frá þessu er þó þegar
Sarúman hefur áhrif á snjóin í fjöllunum fyrir Moría.

Aðrar verur sem geta galdrað og finna fyrir göldrum virðast alltaf finna fyrir áhrifum galdra, Gandalfur er gott dæmi um þetta þar sem hann vildi ekki nota krafta sína til fulls
þar sem að vomarnir og Sauron gætu fundið hann/hringberann.


Og að lokum ætla ég að nefna það sem mér finnst merkilegast af þessu öllu og eru það orðin, öll þau orð sem hafa áhrif á fólk. Hvernig mismunandi orð á mismunandi tungum hafa allt
önnur áhrif á fólk heldur en þegar þau eru borin fram á öðru tungumáli, sbr.:

'I once knew every spell in all the tongues of Elves or Men or Orcs, that was ever used for such a purpose. I can still remember ten score of them without searching in my mind.'

Af einhverjum ástæðum finnst mér þetta merkilegt, sérstaklega þar sem vissir aðilar takmarkast þá við vissa tungu, en persónur eins og Vitkar, sem líklegast kunna flest tungumál
geta notað alla galdra sem þeir þekkja.


Þetta er vissulega svipað greininni sem ég sendi inn fyrir ca. ári síðan en ég ákvað að endurskrifa þetta og setja inn meira af pælingum.
Fëanor, Spirit of Fire.