Björgum Tolkien! Er tolkien áhugamálið að deyja út? Það segir stjórnandi vor; Delonge og ofurhuginn Feanor; sá sem hefur verið hvað lengst hér er ekki neitt sérstaklega jákvæður um að áhugamálið verði eitthvað virkara, en hvað um það.

Á meðan ég skrifa þessa grein eru fjórir ofurhugar inná: Steinikr, Karat, delonge og Amon. Það virðist sem að allir nema einn af þessum drengjum hafi snúið baki við tolkien og vilji ekkert hafa með áhugamálið að gera. Við skulum líta betur á þetta.

Steinikr

Þegar ég fer í nafnið hans koma upp upplýsingar eins og aldur og svoleiðis og áhugamál; Jú Tolkien er enn eitt af áhugamálum hans en hvað með greinar hans.
Steinikr hefur sent hér inn 8 greinar, en svo virðist að hann hafi snúið baki við okkur því að seinasta grein hans - Sméagol var samþykkt hér 2004 nánar tiltekið 26. júlí kl. 23:07. En hér spyr ég þig steinikr, ef þú lest þetta: Hefur þú snúið baki við tolkien? Ef svo er ekki, gætir þú sent hingað grein og bætt þannig greinasafn þitt hér frábæra?… Endilega hjálpaðu okkur.

Karat

Karat hefur enn eins og steinikr áhuga á tolkien. En hann hefur greinilega einbeitt greinum sínum að öðrum áhugamálum eins og sápum því að síðan hann sendi inn síðustu grein sína Elrond hefur hann sent inn hvorki meira en minna en 23 greinar á önnur áhugamál þar að segja. Karat minn, þó að ég sé frekar nýr hérna á tolkien gætir þú ekki orðið virkur hér enn á ný og hjálpað okkur í að gera tolkien áhugamálið virkara og betra?

Delonge

Delonge er virkur hér á tolkien svo að það er ekkert sem hann þarf að hjálpa okkur með. Nema náttúrulega gæti hann orðið enn virkari og duglegri í stjórnendastöðu sinni.

Amon

Ætli Amon hafi ekki snúið baki við okkur því að hann hefur tekið tolkien úr áhugamálum sínum. Það virðist sem að hinn mikli ofurhugi Amon með 5.127 stig sé hættur að senda inn greinar því að sú seinasta sem hann sendi hér inn Farmer Giles of Ham sem hann senti hingað á tolkien og á áhugamálið bækur var samþykkt 15. janúar 2005. Gætir þú Amon ekki komið þér aftur í gírinn og orðið virkur hér aftur á ný?

Fleiri voru ekki inná en þó eigum við fleiri ofurhuga eins og bjarni85, Feanor, JDM, ratatoskur, latex, hvurslags, sveinbjo og 2469. En þeir 2469, hvurslag, sveinbjo, latex, ratatoskur og bjarni85 eru hættir hér á tolkien eða bara algjörlega á huga. T.d. sendu latex og hvurslags hálfgerð uppsagnarbréf hingað. Latex - Tímabundin kveðja og hvurslags - Hvurslags lítur í eigin barm. Ef þið sem virðist vera hættir hér á tolkien eða á huga lesið þetta fyrir tilviljun endilega byrjiði aftur; sendið inn greinar og takið þátt í umræðum. Hjálpið okkur!

JDM og Feanor eru ekki hættir hér á Tolkien en hafa ekki sent inn grein í mjög langan tíma. Ég spurði JDM sjálfan afhverju hann gæti ekki sent inn eitt stykki grein og hann sagði að hann hefði ekki tíma. Þá hlýtur tíminn að vera það sem við erum að berjast við því að ég held að þeir sem hafa hætt hér hafi líklega hætt vegna tímaleysis.

En ef við erum að berjast við tímann eigum við þá nokkra von? Varla, því að eins og segir í gátu gollris:

Ferlíki þetta étur allt,
blóm og tré, fugla og fé,
nagar járn, japlar stálið kalt
sverfur harðan stein í mél,
rífur fjöll í ryk og salla,
rústar borgir, kóngar falla.


Vinnur tíminn þrautir allar. En fyrst að tíminn sé svona öflugur eigum við þá ekki bara að reyna að fá hann í lið með okkur? En hvernig? Jú þú sjálfur verður að líta í þinn eiginn barm og finna út hvernig þú getir “keypt” meiri tíma. Þetta er allt undir ykkur eða okkur komið. Endilega ef þið lesið þetta: Finnið ykkur tíma og skrifiði grein og takið þátt í umræðum. Sköpum nýtt líf í gömlum glæðum tolkiens!

Og þú sem aldrei hefur sent hingað inn grein en hefur þó áhuga á tolkien, breyttu háttum þínum og sendu inn eitt stykki grein! Það myndi ekki skaða.

Með þessari grein vil ég hvetja alla til að senda hér inn fleiri greinar(eins og þið hafið líklega séð ef þið hafið lesið greinina).
Váv.